Síðustu daga hef ég verið að hugsa um tölur Óttar Martin Norðfjörð skrifar 26. september 2013 12:54 Síðustu daga hef ég verið að hugsa um tölur. Um allskyns tölur. Um talnarunur og tölfræði og samanburð á tölum. Stundum er best að skoða heiminn út frá þeim. „Tölur ljúga ekki“ er stundum sagt. Þær fella heldur ekki áfellisdóm og eru hlutlausar, hafnar yfir rök og tilfinningar, birta okkur heiminn eins og hann er, ekki eins og við höldum að hann sé eða viljum að hann sé. Á lista WHO frá 2011 um lífslíkur fólks eru 193lönd. Efstu 30 löndin eru öll vestræn nema tvö. Meðalaldur fólks á Vesturlöndum er í kringum 80 ár. Í Afríku, sunnan Sahara, er hann langt undir 60ár. Neðstu 30löndin á listanum eru öll í Afríku. Botnríkið er Sierra Leone með 47 ár. Það er næstum því helmingi styttri ævi en toppríkin sem eru í 83árum. Það kemur líklega ekki á óvart að tölfræði yfir ungbarnadauði kallist á við heimskortið um lífslíkur. Samkvæmt UNICEF deyja 5000börn daglega í þróunarríkjum vegna skorts á aðgengi að hreinu vatni. Þótt þetta sé pistill um tölur skulum við grípa til líkingar: Það er eins og ef 20 farþegaþotur fullar af börnum brotlentu einu sinni á dag. Það dóu í kringum 3000manns 11. september 2001, þegar tvær flugvélar flugu á Tvíburaturnana, og Vesturlönd eru enn að syrgja. Það eru 12ár síðan eða 4383dagar. Á sama tíma hafa 21.915.000 börn í þróunarríkjum dáið vegna vatnsskorts. Það má kannski kalla það verstu hryðjuverk sögunnar, og við erum því miður þátttakendur í þeim. En nóg um tíma, hættum að telja í árum og teljum frekar í peningum, enda er tíminn peningar, ekki satt? Starfsfólk í fataverksmiðjum í Bangladesh sem saumar fötin okkar er um þessar mundir að berjast fyrir því að fá að lágmarki jafnvirði 12.000krónur í mánaðarlaun. Núna eru lágsmarkslaunin um 4.500krónur fyrir vinnuviku sem er gjarnan 80klukkustundir við bágbornar, oft á tíðum lífshættulegar aðstæður. Lágsmarkslaun á Íslandi eru yfir 190.000krónur fyrir vinnuviku upp á 40klukkustundir. Það er helmingi styttri vinnuvika en í Bangladesh, en 42 sinnum hærri laun. Að tala um kaupmáttarjöfnuð stoðar lítið, því hann er 2.000dollarar á mann í Bangladesh, 40.000dollarar á Íslandi. Við erum með öðrum orðum margfalt ríkari, lifum miklu lengur, njótum meiri lífsgæða og eigum að öllu leyti þægilegra líf en langstærsti hluti heimsins. Okkur hættir til að halda að heimurinn sé einn, en það er rangt. Þeir eru margirog við búum í þeim tölfræðilega besta. Nei, afsakið, langbesta. En hvers vegna hjálpum við þá ekki þeim verst stöddu svo tölfræðin þeirra lagist? Er það vegna þess að við viljum ekki lækka lífsstandard okkar – sem byggir á því að þróunarríkin haldi okkur uppi með ódýrri vinnu og ódýrum aðgangi að auðlindum sínum – eða vegna þess að við gleymum okkur í amstri dagsins? Ég held að það sé síðari kosturinn. Annars væri ég ekki að skrifa þennan pistil. Við erum rík og við erum aflögufær. Lífslíkur í Afríku þurfa ekki að vera svona lágar. 5000 börn þurfa ekki að deyja daglega vegna vatnsskorts. Það er ýmislegt sem við getum gert án þess að fórna öllu. Það er til millivegur. Það eru til hjálparstofnanir. Ég ætla að nefna UNICEF (S: 552-6300) og UN Women (S: 552-6200), en þær eru fleiri. Það er ekkert sérstakt átak í gangi, engin Fiðrildavika eða Dagur rauða nefsins í sjónvarpinu í kvöld. Það er bara ósköp venjulegur fimmtudagur, 26. september 2013, 269 dagur ársins, en samt finnst mér að þið ættuð að hringja í annað hvort númerið og heyra í fólkinu á hinum endanum. Þetta er pistill um tölur og við skulum því enda þetta á tölum: Hverjar 120 krónur sem renna til UNICEF veita barni í þróunarríki aðgang að hreinu vatni í 40 daga. 1.000 krónur veita hreint vatn í eitt ár. Það þarf ekki meira til að bjarga einu barni úr ímynduðu flugvélunum. Er það ekki ágætis dagsverk? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Söguþráðurinn raknar Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Síðustu daga hef ég verið að hugsa um tölur. Um allskyns tölur. Um talnarunur og tölfræði og samanburð á tölum. Stundum er best að skoða heiminn út frá þeim. „Tölur ljúga ekki“ er stundum sagt. Þær fella heldur ekki áfellisdóm og eru hlutlausar, hafnar yfir rök og tilfinningar, birta okkur heiminn eins og hann er, ekki eins og við höldum að hann sé eða viljum að hann sé. Á lista WHO frá 2011 um lífslíkur fólks eru 193lönd. Efstu 30 löndin eru öll vestræn nema tvö. Meðalaldur fólks á Vesturlöndum er í kringum 80 ár. Í Afríku, sunnan Sahara, er hann langt undir 60ár. Neðstu 30löndin á listanum eru öll í Afríku. Botnríkið er Sierra Leone með 47 ár. Það er næstum því helmingi styttri ævi en toppríkin sem eru í 83árum. Það kemur líklega ekki á óvart að tölfræði yfir ungbarnadauði kallist á við heimskortið um lífslíkur. Samkvæmt UNICEF deyja 5000börn daglega í þróunarríkjum vegna skorts á aðgengi að hreinu vatni. Þótt þetta sé pistill um tölur skulum við grípa til líkingar: Það er eins og ef 20 farþegaþotur fullar af börnum brotlentu einu sinni á dag. Það dóu í kringum 3000manns 11. september 2001, þegar tvær flugvélar flugu á Tvíburaturnana, og Vesturlönd eru enn að syrgja. Það eru 12ár síðan eða 4383dagar. Á sama tíma hafa 21.915.000 börn í þróunarríkjum dáið vegna vatnsskorts. Það má kannski kalla það verstu hryðjuverk sögunnar, og við erum því miður þátttakendur í þeim. En nóg um tíma, hættum að telja í árum og teljum frekar í peningum, enda er tíminn peningar, ekki satt? Starfsfólk í fataverksmiðjum í Bangladesh sem saumar fötin okkar er um þessar mundir að berjast fyrir því að fá að lágmarki jafnvirði 12.000krónur í mánaðarlaun. Núna eru lágsmarkslaunin um 4.500krónur fyrir vinnuviku sem er gjarnan 80klukkustundir við bágbornar, oft á tíðum lífshættulegar aðstæður. Lágsmarkslaun á Íslandi eru yfir 190.000krónur fyrir vinnuviku upp á 40klukkustundir. Það er helmingi styttri vinnuvika en í Bangladesh, en 42 sinnum hærri laun. Að tala um kaupmáttarjöfnuð stoðar lítið, því hann er 2.000dollarar á mann í Bangladesh, 40.000dollarar á Íslandi. Við erum með öðrum orðum margfalt ríkari, lifum miklu lengur, njótum meiri lífsgæða og eigum að öllu leyti þægilegra líf en langstærsti hluti heimsins. Okkur hættir til að halda að heimurinn sé einn, en það er rangt. Þeir eru margirog við búum í þeim tölfræðilega besta. Nei, afsakið, langbesta. En hvers vegna hjálpum við þá ekki þeim verst stöddu svo tölfræðin þeirra lagist? Er það vegna þess að við viljum ekki lækka lífsstandard okkar – sem byggir á því að þróunarríkin haldi okkur uppi með ódýrri vinnu og ódýrum aðgangi að auðlindum sínum – eða vegna þess að við gleymum okkur í amstri dagsins? Ég held að það sé síðari kosturinn. Annars væri ég ekki að skrifa þennan pistil. Við erum rík og við erum aflögufær. Lífslíkur í Afríku þurfa ekki að vera svona lágar. 5000 börn þurfa ekki að deyja daglega vegna vatnsskorts. Það er ýmislegt sem við getum gert án þess að fórna öllu. Það er til millivegur. Það eru til hjálparstofnanir. Ég ætla að nefna UNICEF (S: 552-6300) og UN Women (S: 552-6200), en þær eru fleiri. Það er ekkert sérstakt átak í gangi, engin Fiðrildavika eða Dagur rauða nefsins í sjónvarpinu í kvöld. Það er bara ósköp venjulegur fimmtudagur, 26. september 2013, 269 dagur ársins, en samt finnst mér að þið ættuð að hringja í annað hvort númerið og heyra í fólkinu á hinum endanum. Þetta er pistill um tölur og við skulum því enda þetta á tölum: Hverjar 120 krónur sem renna til UNICEF veita barni í þróunarríki aðgang að hreinu vatni í 40 daga. 1.000 krónur veita hreint vatn í eitt ár. Það þarf ekki meira til að bjarga einu barni úr ímynduðu flugvélunum. Er það ekki ágætis dagsverk?
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar