Sport

Kærasta Arons Einars gaf tóninn

Mynd/Samsett
Kristbjörg Jónasdóttir sigraði í gærkvöldi á velska bikarmótinu í fitness. Sigurinn var langþráður enda hefur Kristbjörg hafnað í öðru sæti á þremur af síðustu fimm mótum sínum.

„Loksins!“ skrifaði Kristbjörg á Fésbókarsíðu sína þar sem hún þakkaði öllum fyrir stuðninginn. Hún keppir í úrslitum breska mótsins í fitness í október.

Kristbjörg er kærasta Arons Einars Gunnarssonar, fyrirliða karlalandsliðsins í knattspyrnu. Aron Einar og félagar verða í eldlínunni gegn Albönum á Laugardalsvelli í kvöld.

Þakkaði Kristbjörg Aroni Einari sérstaklega fyrir stuðninginn og þolinmæðina sem hann hefur sýnt.

Mynd/Facebook



Fleiri fréttir

Sjá meira


×