Innlent

Obama minntist fórnarlamba 11. september

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Barack Obama hélt ræðu í dag, 12 árum frá því að ráðist var á Bandaríkin þann 11. september.
Barack Obama hélt ræðu í dag, 12 árum frá því að ráðist var á Bandaríkin þann 11. september.
Minningarathöfn til minningar um fórnarlömb hryðjuverkanna þann 11. september árið 2001 fóru fram í dag víða í Bandaríkjunum. Barack Obama, tók þátt í minningarathöfn sem fram fór við Pentagon í Washington. 12 ár er liðin frá því að al Qaeda hryðjuverkasamtökin hertóku farþegarflugvélar og flugu þeim á World Trade Center í New York og Pentagon í Washington. Um 3000 manns létu lífið í hryðjuverkunum þennan örlagaríka dag í september, 2001.

„Við skulum hafa styrk til að takast á við þær hótanir sem við stöndum upp á móti, þó þær séu öðruvísi en fyrir 12 árum,“ sagði Obama. „Svo lengi sem það er einhver sem vill gera borgurum okkar mein, þá munum við vera vakandi og vernda þjóðina. Við skulum hafa þá visku, að þó hernaður geti um tíma verið mikilvægur, þá færir hann okkur ekki þann heim sem við þráum.“

Obama hélt einnig minningarathöfn ásamt eiginkonu sinni, Michelle Obama, varaforsetanum Joe Biden og eiginkonu hans á suðurflötinni við Hvíta húsið í Washington klukkan 08:46 í morgun en þá skall fyrsta farþegaflugvélin á World Trade Center í New York fyrir 12 árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×