Suzuki innkallar 194.000 bíla Finnur Thorlacius skrifar 16. september 2013 13:15 Suzuki Grand Vitara Suzuki í Bandaríkjunum hefur ákveðið að innkalla bíla af gerðunum Grand Vitara og Suzuki SX-4 framleiddum á árunum 2007 til 2011. Ástæðan er galli í skynjurum fyrir öryggispúða þeirra í farþegasætinu frammí. Skynjarinn á að lesa hvort það er barn eða fullorðinn í því sæti og ekki springa út ef að áreksri kemur og barn situr í sætinu. Bilunin veldur því að hann springur út hvort sem það er léttur eða þungur einstaklingur sem situr í sætinu. Suzuki tekur fram að engin dauðaslys né önnur slys hafi orðið af þessum völdum. Innkallanirnar hefjast í október. Eins og greint hefur verið frá hér fyrr hefur Suzuki dregið sig frá Bandaríkjunum í sölu nýrra bíla sinna, en nóg er þó til af bílum Suzuki í landinu, eins og sést á tölunum. Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent
Suzuki í Bandaríkjunum hefur ákveðið að innkalla bíla af gerðunum Grand Vitara og Suzuki SX-4 framleiddum á árunum 2007 til 2011. Ástæðan er galli í skynjurum fyrir öryggispúða þeirra í farþegasætinu frammí. Skynjarinn á að lesa hvort það er barn eða fullorðinn í því sæti og ekki springa út ef að áreksri kemur og barn situr í sætinu. Bilunin veldur því að hann springur út hvort sem það er léttur eða þungur einstaklingur sem situr í sætinu. Suzuki tekur fram að engin dauðaslys né önnur slys hafi orðið af þessum völdum. Innkallanirnar hefjast í október. Eins og greint hefur verið frá hér fyrr hefur Suzuki dregið sig frá Bandaríkjunum í sölu nýrra bíla sinna, en nóg er þó til af bílum Suzuki í landinu, eins og sést á tölunum.
Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent