Suzuki innkallar 194.000 bíla Finnur Thorlacius skrifar 16. september 2013 13:15 Suzuki Grand Vitara Suzuki í Bandaríkjunum hefur ákveðið að innkalla bíla af gerðunum Grand Vitara og Suzuki SX-4 framleiddum á árunum 2007 til 2011. Ástæðan er galli í skynjurum fyrir öryggispúða þeirra í farþegasætinu frammí. Skynjarinn á að lesa hvort það er barn eða fullorðinn í því sæti og ekki springa út ef að áreksri kemur og barn situr í sætinu. Bilunin veldur því að hann springur út hvort sem það er léttur eða þungur einstaklingur sem situr í sætinu. Suzuki tekur fram að engin dauðaslys né önnur slys hafi orðið af þessum völdum. Innkallanirnar hefjast í október. Eins og greint hefur verið frá hér fyrr hefur Suzuki dregið sig frá Bandaríkjunum í sölu nýrra bíla sinna, en nóg er þó til af bílum Suzuki í landinu, eins og sést á tölunum. Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent
Suzuki í Bandaríkjunum hefur ákveðið að innkalla bíla af gerðunum Grand Vitara og Suzuki SX-4 framleiddum á árunum 2007 til 2011. Ástæðan er galli í skynjurum fyrir öryggispúða þeirra í farþegasætinu frammí. Skynjarinn á að lesa hvort það er barn eða fullorðinn í því sæti og ekki springa út ef að áreksri kemur og barn situr í sætinu. Bilunin veldur því að hann springur út hvort sem það er léttur eða þungur einstaklingur sem situr í sætinu. Suzuki tekur fram að engin dauðaslys né önnur slys hafi orðið af þessum völdum. Innkallanirnar hefjast í október. Eins og greint hefur verið frá hér fyrr hefur Suzuki dregið sig frá Bandaríkjunum í sölu nýrra bíla sinna, en nóg er þó til af bílum Suzuki í landinu, eins og sést á tölunum.
Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent