Suzuki innkallar 194.000 bíla Finnur Thorlacius skrifar 16. september 2013 13:15 Suzuki Grand Vitara Suzuki í Bandaríkjunum hefur ákveðið að innkalla bíla af gerðunum Grand Vitara og Suzuki SX-4 framleiddum á árunum 2007 til 2011. Ástæðan er galli í skynjurum fyrir öryggispúða þeirra í farþegasætinu frammí. Skynjarinn á að lesa hvort það er barn eða fullorðinn í því sæti og ekki springa út ef að áreksri kemur og barn situr í sætinu. Bilunin veldur því að hann springur út hvort sem það er léttur eða þungur einstaklingur sem situr í sætinu. Suzuki tekur fram að engin dauðaslys né önnur slys hafi orðið af þessum völdum. Innkallanirnar hefjast í október. Eins og greint hefur verið frá hér fyrr hefur Suzuki dregið sig frá Bandaríkjunum í sölu nýrra bíla sinna, en nóg er þó til af bílum Suzuki í landinu, eins og sést á tölunum. Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent
Suzuki í Bandaríkjunum hefur ákveðið að innkalla bíla af gerðunum Grand Vitara og Suzuki SX-4 framleiddum á árunum 2007 til 2011. Ástæðan er galli í skynjurum fyrir öryggispúða þeirra í farþegasætinu frammí. Skynjarinn á að lesa hvort það er barn eða fullorðinn í því sæti og ekki springa út ef að áreksri kemur og barn situr í sætinu. Bilunin veldur því að hann springur út hvort sem það er léttur eða þungur einstaklingur sem situr í sætinu. Suzuki tekur fram að engin dauðaslys né önnur slys hafi orðið af þessum völdum. Innkallanirnar hefjast í október. Eins og greint hefur verið frá hér fyrr hefur Suzuki dregið sig frá Bandaríkjunum í sölu nýrra bíla sinna, en nóg er þó til af bílum Suzuki í landinu, eins og sést á tölunum.
Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent