Uppkaup Landsbankans hindra styrkingu krónunnar Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. september 2013 18:53 Undir venjulegum kringumstæðum hefði íslenska krónan átt að styrkjast á góðu ferðamannasumri. Mikil uppkaup Landsbankans á erlendum gjaldeyri hafa hins vegar haldið aftur af styrkingu krónunnar að mati sérfræðinga. Vegna vaxandi straums ferðamanna yfir sumartímann hefur krónan iðulega styrkst vegna mikilla gjaldeyristekna. Þetta gerðist ekki í sama mæli í sumar. Gengisvísitalan lækkaði ekki að sama skapi og í fyrra. Sérfræðingar á markaði hafa verið að reyna að komast að því hvað aftrar styrkingu krónunnar. Því hefur verið haldið fram að heimild erlendra aðila til vaxtagreiðslna af innlendri skuldabréfaeign hafi aftrað styrkingu krónunnar en í nýjum tölum Seðlabankans kemur fram að erlendir aðilar taka aðeins 70 prósent vaxtatekna sinna úr landi í erlendri mynt. Ásdís Kristjánsdóttir hjá Arion banka segir að ýmsir þættir hafi aftrað styrkingu krónunnar en hún nefnir m.a mikil kaup Landsbankans á erlendum gjaldeyri.Ef þú ættir að draga fram eitt atriði sem er veigamesti þátturinn í því að krónan hefur ekki styrkst meira en raun ber vitni, væru það þá þessi uppkaup Landsbankans á erlendum gjaldeyri? „Já, ef við horfum á stóru myndina þá tel ég að það hafi mjög mikil áhrif. Ég tel að vegna þess að við erum að einblína á það þegar ferðamenn koma til landsins þá sé krónan að fara að styrkjast en þegar við skoðum þetta í stóra samhenginu þá eru aðrir þættir að hafa mun meiri áhrif. Meðal annars hvernig Landsbankinn er að safna til sín gjaldeyri,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir. Hún segir að krónan verði á svipuðu gildi og hún er í dag á meðan sú staða er uppi að Landsbankinn og aðrir þurfi erlendan gjaldeyri í miklum mæli vegna afborgunar af lánum. Orkuveitan hefur líka þurft að safna gjaldeyri vegna lána í erlendri mynt, svo dæmi sé tekið.Eignirnar fylgja ekki skuldum Landsbankinn hefur verið að kaupa gjaldeyri í ríkum mæli vegna skuldabréfs bankans í erlendri mynt gagnvart þrotabúi gamla bankans. Á næstu árum þarf bankinn að greiða afborganir af skuldabréfi sem er upp á jafnvirði 290 milljarða króna. Þunginn í þessum afborgunum kemur inn á árinu 2016 og síðar en talið er að bankinn eigi gjaldeyri fram að því. Vandamál Landsbankans er helst talið birtast í því að straumur tekna af lánasöfnum bankans í erlendri mynt er ekki nægilega mikill til að geta mætt þunga afborgana á árunum eftir 2016 þótt heildarvirði þessara lánasafna dugi fyrir skuldabréfinu og gott betur. Þannig dreifast tekjurnar ekki í réttu hlutfalli við afborganir, þ.e eignahliðin fylgir ekki skuldahlið bankans. Þannig er talið líklegt að bankinn þurfi að semja um að dreifa þessum afborgunum lengra inn í framtíðina og hefur átt í viðræðum við þrotabú gamla bankans um það. Jón Bjarki Bentsson hjá Íslandsbanka nefnir líka að Landsbankinn hafi ekki aðeins keypt gjaldeyri heldur einnig haldið að sér eigin gjaldeyristekjum. „Að hluta felst þetta í því að honum (gjaldeyrinum innsk.blm) er haldið til haga. Hann er ekki settur út á markað í sama mæli og ella væri vegna þess að bankinn þurfti að laga mikla gjaldeyrisskekkju sem var komin á efnahagsreikning hans um áramótin og þeir eru búnir að því og gott betur,“ segir Jón Bjarki.Styrking krónu óæskileg í stóra samhengi hlutanna Ásdís Kristjánsdóttir segir að þótt til skemmri tíma vilji heimilin styrkja krónuna en hún sé óæskileg fyrir þjóðarbúið í heild. „Á meðan við stöndum frammi fyrir afborgunum erlendra skulda á afar skömmum tíma þá höfum við einfaldlega ekki efni á styrkingu krónunnar. Vegna þess að ef krónan fer að styrkjast þá förum við að skila minni afgangi af viðskiptum okkar við útlönd. Jafnvel lendum við í því að eyða um efni fram. Þá er ekki nægur gjaldeyrir til að standa straum af þeim afborgunum sem framundan eru,“ segir Ásdís. Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Undir venjulegum kringumstæðum hefði íslenska krónan átt að styrkjast á góðu ferðamannasumri. Mikil uppkaup Landsbankans á erlendum gjaldeyri hafa hins vegar haldið aftur af styrkingu krónunnar að mati sérfræðinga. Vegna vaxandi straums ferðamanna yfir sumartímann hefur krónan iðulega styrkst vegna mikilla gjaldeyristekna. Þetta gerðist ekki í sama mæli í sumar. Gengisvísitalan lækkaði ekki að sama skapi og í fyrra. Sérfræðingar á markaði hafa verið að reyna að komast að því hvað aftrar styrkingu krónunnar. Því hefur verið haldið fram að heimild erlendra aðila til vaxtagreiðslna af innlendri skuldabréfaeign hafi aftrað styrkingu krónunnar en í nýjum tölum Seðlabankans kemur fram að erlendir aðilar taka aðeins 70 prósent vaxtatekna sinna úr landi í erlendri mynt. Ásdís Kristjánsdóttir hjá Arion banka segir að ýmsir þættir hafi aftrað styrkingu krónunnar en hún nefnir m.a mikil kaup Landsbankans á erlendum gjaldeyri.Ef þú ættir að draga fram eitt atriði sem er veigamesti þátturinn í því að krónan hefur ekki styrkst meira en raun ber vitni, væru það þá þessi uppkaup Landsbankans á erlendum gjaldeyri? „Já, ef við horfum á stóru myndina þá tel ég að það hafi mjög mikil áhrif. Ég tel að vegna þess að við erum að einblína á það þegar ferðamenn koma til landsins þá sé krónan að fara að styrkjast en þegar við skoðum þetta í stóra samhenginu þá eru aðrir þættir að hafa mun meiri áhrif. Meðal annars hvernig Landsbankinn er að safna til sín gjaldeyri,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir. Hún segir að krónan verði á svipuðu gildi og hún er í dag á meðan sú staða er uppi að Landsbankinn og aðrir þurfi erlendan gjaldeyri í miklum mæli vegna afborgunar af lánum. Orkuveitan hefur líka þurft að safna gjaldeyri vegna lána í erlendri mynt, svo dæmi sé tekið.Eignirnar fylgja ekki skuldum Landsbankinn hefur verið að kaupa gjaldeyri í ríkum mæli vegna skuldabréfs bankans í erlendri mynt gagnvart þrotabúi gamla bankans. Á næstu árum þarf bankinn að greiða afborganir af skuldabréfi sem er upp á jafnvirði 290 milljarða króna. Þunginn í þessum afborgunum kemur inn á árinu 2016 og síðar en talið er að bankinn eigi gjaldeyri fram að því. Vandamál Landsbankans er helst talið birtast í því að straumur tekna af lánasöfnum bankans í erlendri mynt er ekki nægilega mikill til að geta mætt þunga afborgana á árunum eftir 2016 þótt heildarvirði þessara lánasafna dugi fyrir skuldabréfinu og gott betur. Þannig dreifast tekjurnar ekki í réttu hlutfalli við afborganir, þ.e eignahliðin fylgir ekki skuldahlið bankans. Þannig er talið líklegt að bankinn þurfi að semja um að dreifa þessum afborgunum lengra inn í framtíðina og hefur átt í viðræðum við þrotabú gamla bankans um það. Jón Bjarki Bentsson hjá Íslandsbanka nefnir líka að Landsbankinn hafi ekki aðeins keypt gjaldeyri heldur einnig haldið að sér eigin gjaldeyristekjum. „Að hluta felst þetta í því að honum (gjaldeyrinum innsk.blm) er haldið til haga. Hann er ekki settur út á markað í sama mæli og ella væri vegna þess að bankinn þurfti að laga mikla gjaldeyrisskekkju sem var komin á efnahagsreikning hans um áramótin og þeir eru búnir að því og gott betur,“ segir Jón Bjarki.Styrking krónu óæskileg í stóra samhengi hlutanna Ásdís Kristjánsdóttir segir að þótt til skemmri tíma vilji heimilin styrkja krónuna en hún sé óæskileg fyrir þjóðarbúið í heild. „Á meðan við stöndum frammi fyrir afborgunum erlendra skulda á afar skömmum tíma þá höfum við einfaldlega ekki efni á styrkingu krónunnar. Vegna þess að ef krónan fer að styrkjast þá förum við að skila minni afgangi af viðskiptum okkar við útlönd. Jafnvel lendum við í því að eyða um efni fram. Þá er ekki nægur gjaldeyrir til að standa straum af þeim afborgunum sem framundan eru,“ segir Ásdís.
Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent