Uppkaup Landsbankans hindra styrkingu krónunnar Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. september 2013 18:53 Undir venjulegum kringumstæðum hefði íslenska krónan átt að styrkjast á góðu ferðamannasumri. Mikil uppkaup Landsbankans á erlendum gjaldeyri hafa hins vegar haldið aftur af styrkingu krónunnar að mati sérfræðinga. Vegna vaxandi straums ferðamanna yfir sumartímann hefur krónan iðulega styrkst vegna mikilla gjaldeyristekna. Þetta gerðist ekki í sama mæli í sumar. Gengisvísitalan lækkaði ekki að sama skapi og í fyrra. Sérfræðingar á markaði hafa verið að reyna að komast að því hvað aftrar styrkingu krónunnar. Því hefur verið haldið fram að heimild erlendra aðila til vaxtagreiðslna af innlendri skuldabréfaeign hafi aftrað styrkingu krónunnar en í nýjum tölum Seðlabankans kemur fram að erlendir aðilar taka aðeins 70 prósent vaxtatekna sinna úr landi í erlendri mynt. Ásdís Kristjánsdóttir hjá Arion banka segir að ýmsir þættir hafi aftrað styrkingu krónunnar en hún nefnir m.a mikil kaup Landsbankans á erlendum gjaldeyri.Ef þú ættir að draga fram eitt atriði sem er veigamesti þátturinn í því að krónan hefur ekki styrkst meira en raun ber vitni, væru það þá þessi uppkaup Landsbankans á erlendum gjaldeyri? „Já, ef við horfum á stóru myndina þá tel ég að það hafi mjög mikil áhrif. Ég tel að vegna þess að við erum að einblína á það þegar ferðamenn koma til landsins þá sé krónan að fara að styrkjast en þegar við skoðum þetta í stóra samhenginu þá eru aðrir þættir að hafa mun meiri áhrif. Meðal annars hvernig Landsbankinn er að safna til sín gjaldeyri,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir. Hún segir að krónan verði á svipuðu gildi og hún er í dag á meðan sú staða er uppi að Landsbankinn og aðrir þurfi erlendan gjaldeyri í miklum mæli vegna afborgunar af lánum. Orkuveitan hefur líka þurft að safna gjaldeyri vegna lána í erlendri mynt, svo dæmi sé tekið.Eignirnar fylgja ekki skuldum Landsbankinn hefur verið að kaupa gjaldeyri í ríkum mæli vegna skuldabréfs bankans í erlendri mynt gagnvart þrotabúi gamla bankans. Á næstu árum þarf bankinn að greiða afborganir af skuldabréfi sem er upp á jafnvirði 290 milljarða króna. Þunginn í þessum afborgunum kemur inn á árinu 2016 og síðar en talið er að bankinn eigi gjaldeyri fram að því. Vandamál Landsbankans er helst talið birtast í því að straumur tekna af lánasöfnum bankans í erlendri mynt er ekki nægilega mikill til að geta mætt þunga afborgana á árunum eftir 2016 þótt heildarvirði þessara lánasafna dugi fyrir skuldabréfinu og gott betur. Þannig dreifast tekjurnar ekki í réttu hlutfalli við afborganir, þ.e eignahliðin fylgir ekki skuldahlið bankans. Þannig er talið líklegt að bankinn þurfi að semja um að dreifa þessum afborgunum lengra inn í framtíðina og hefur átt í viðræðum við þrotabú gamla bankans um það. Jón Bjarki Bentsson hjá Íslandsbanka nefnir líka að Landsbankinn hafi ekki aðeins keypt gjaldeyri heldur einnig haldið að sér eigin gjaldeyristekjum. „Að hluta felst þetta í því að honum (gjaldeyrinum innsk.blm) er haldið til haga. Hann er ekki settur út á markað í sama mæli og ella væri vegna þess að bankinn þurfti að laga mikla gjaldeyrisskekkju sem var komin á efnahagsreikning hans um áramótin og þeir eru búnir að því og gott betur,“ segir Jón Bjarki.Styrking krónu óæskileg í stóra samhengi hlutanna Ásdís Kristjánsdóttir segir að þótt til skemmri tíma vilji heimilin styrkja krónuna en hún sé óæskileg fyrir þjóðarbúið í heild. „Á meðan við stöndum frammi fyrir afborgunum erlendra skulda á afar skömmum tíma þá höfum við einfaldlega ekki efni á styrkingu krónunnar. Vegna þess að ef krónan fer að styrkjast þá förum við að skila minni afgangi af viðskiptum okkar við útlönd. Jafnvel lendum við í því að eyða um efni fram. Þá er ekki nægur gjaldeyrir til að standa straum af þeim afborgunum sem framundan eru,“ segir Ásdís. Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Undir venjulegum kringumstæðum hefði íslenska krónan átt að styrkjast á góðu ferðamannasumri. Mikil uppkaup Landsbankans á erlendum gjaldeyri hafa hins vegar haldið aftur af styrkingu krónunnar að mati sérfræðinga. Vegna vaxandi straums ferðamanna yfir sumartímann hefur krónan iðulega styrkst vegna mikilla gjaldeyristekna. Þetta gerðist ekki í sama mæli í sumar. Gengisvísitalan lækkaði ekki að sama skapi og í fyrra. Sérfræðingar á markaði hafa verið að reyna að komast að því hvað aftrar styrkingu krónunnar. Því hefur verið haldið fram að heimild erlendra aðila til vaxtagreiðslna af innlendri skuldabréfaeign hafi aftrað styrkingu krónunnar en í nýjum tölum Seðlabankans kemur fram að erlendir aðilar taka aðeins 70 prósent vaxtatekna sinna úr landi í erlendri mynt. Ásdís Kristjánsdóttir hjá Arion banka segir að ýmsir þættir hafi aftrað styrkingu krónunnar en hún nefnir m.a mikil kaup Landsbankans á erlendum gjaldeyri.Ef þú ættir að draga fram eitt atriði sem er veigamesti þátturinn í því að krónan hefur ekki styrkst meira en raun ber vitni, væru það þá þessi uppkaup Landsbankans á erlendum gjaldeyri? „Já, ef við horfum á stóru myndina þá tel ég að það hafi mjög mikil áhrif. Ég tel að vegna þess að við erum að einblína á það þegar ferðamenn koma til landsins þá sé krónan að fara að styrkjast en þegar við skoðum þetta í stóra samhenginu þá eru aðrir þættir að hafa mun meiri áhrif. Meðal annars hvernig Landsbankinn er að safna til sín gjaldeyri,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir. Hún segir að krónan verði á svipuðu gildi og hún er í dag á meðan sú staða er uppi að Landsbankinn og aðrir þurfi erlendan gjaldeyri í miklum mæli vegna afborgunar af lánum. Orkuveitan hefur líka þurft að safna gjaldeyri vegna lána í erlendri mynt, svo dæmi sé tekið.Eignirnar fylgja ekki skuldum Landsbankinn hefur verið að kaupa gjaldeyri í ríkum mæli vegna skuldabréfs bankans í erlendri mynt gagnvart þrotabúi gamla bankans. Á næstu árum þarf bankinn að greiða afborganir af skuldabréfi sem er upp á jafnvirði 290 milljarða króna. Þunginn í þessum afborgunum kemur inn á árinu 2016 og síðar en talið er að bankinn eigi gjaldeyri fram að því. Vandamál Landsbankans er helst talið birtast í því að straumur tekna af lánasöfnum bankans í erlendri mynt er ekki nægilega mikill til að geta mætt þunga afborgana á árunum eftir 2016 þótt heildarvirði þessara lánasafna dugi fyrir skuldabréfinu og gott betur. Þannig dreifast tekjurnar ekki í réttu hlutfalli við afborganir, þ.e eignahliðin fylgir ekki skuldahlið bankans. Þannig er talið líklegt að bankinn þurfi að semja um að dreifa þessum afborgunum lengra inn í framtíðina og hefur átt í viðræðum við þrotabú gamla bankans um það. Jón Bjarki Bentsson hjá Íslandsbanka nefnir líka að Landsbankinn hafi ekki aðeins keypt gjaldeyri heldur einnig haldið að sér eigin gjaldeyristekjum. „Að hluta felst þetta í því að honum (gjaldeyrinum innsk.blm) er haldið til haga. Hann er ekki settur út á markað í sama mæli og ella væri vegna þess að bankinn þurfti að laga mikla gjaldeyrisskekkju sem var komin á efnahagsreikning hans um áramótin og þeir eru búnir að því og gott betur,“ segir Jón Bjarki.Styrking krónu óæskileg í stóra samhengi hlutanna Ásdís Kristjánsdóttir segir að þótt til skemmri tíma vilji heimilin styrkja krónuna en hún sé óæskileg fyrir þjóðarbúið í heild. „Á meðan við stöndum frammi fyrir afborgunum erlendra skulda á afar skömmum tíma þá höfum við einfaldlega ekki efni á styrkingu krónunnar. Vegna þess að ef krónan fer að styrkjast þá förum við að skila minni afgangi af viðskiptum okkar við útlönd. Jafnvel lendum við í því að eyða um efni fram. Þá er ekki nægur gjaldeyrir til að standa straum af þeim afborgunum sem framundan eru,“ segir Ásdís.
Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur