Innlent

Menntskælingar skemmta sér

Gunnar Valþórsson skrifar
Í mörg horn var að líta hjá laganna vörðum í nótt.
Í mörg horn var að líta hjá laganna vörðum í nótt.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nægu að snúast í nótt og var talsvert um útköll vegna ölvunar og hávaða í heimahúsum.

Þá segist lögreglan hafa þurft að sinna nokkrum útköllum sem tengdust dansleikjum framhaldsskólanna en nokkrir slíkir voru haldnir í gærkvöldi.

Tveir ökumenn teknir grunaðir um ölvun við akstur og var þeim báðum sleppt að lokinni blóðsýnatöku. Þrettán gistu fangageymslur, fjórir fyrir saknæmt athæfi og ætlar lögreglan að yfirheyra þá þegar af þeim rennur eins og það er orðað, en níu óskuðu eftir gistingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×