Innlent

Ungir framsóknarmenn styðja námsmenn

Gunnar Valþórsson skrifar
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra þarf að svara fyrir málefni LÍN og nú er það Félag ungra framsóknarmanna sem láta hann heyra það.
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra þarf að svara fyrir málefni LÍN og nú er það Félag ungra framsóknarmanna sem láta hann heyra það.
Ungir framsóknarmenn harma að menntamálaráðherra og Lánasjóður íslenskra námsmanna skuli ganga svo hart fram gegn hagsmunum stúdenta á námslánum eins og raun ber vitni um.

Þar er átt við ákvörðun sjóðsins um að breyta úthlutunarreglum sjóðsins og láta þær taka gildi fyrir skólaárið sem var að hefjast. Þetta kærði stúdentaráð og hafði sigur í héraðsdómi í síðustu viku. Þrátt fyrir það heldur sjóðurinn fast við sinn keip og ætlar ekki að breyta reglunum.

Ungir framsóknarmenn segja skiljanlegt að hugmyndir um aðhald í ríkisrekstri séu hafðar til hliðsjónar í opinberri stefnumótun en gæta verður heildarhagsmuna í því mati. Spurningin er hvort aðhaldið eigi að bitna á framfærslu stúdenta landsins, sem nú þegar lifa á framfærslu undir viðmiðunarmörkum stjórnvalda. Stjórn SUF hvetur menntamálaráðherra og LÍN að endurskoða aðferðir og pólitísk markmið sín í þessu máli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×