Innlent

Kona án skilríkja í fangaklefa

Afskipti voru höfð af ungri konu í Austurborginni um eittleytið. Hún var í mjög annarlegu ástandi, gat ekki gert grein fyrir sér og hafði engin skilríki á sér. Ákveðið var að vista hana í fangageymslu þar til ástand hennar lagaðist.

Rétt fyrir klukkan þrjú mældist bíll á 123 kílómetra hraða á Hringbraut, þar sem hámarkshraðinn er 60 kílómetrar á klukkustund. Ökumaðurinn var handtekinn en reyndist ekki undir áhrifum og var því sleppt að upplýsingatöku lokinni.

Þá voru tveir ökumenn stöðvaðir í Kópavogi og Hafnarfirði. Báðir eru grunaðir um ölvun við akstur og annar hefur aldrei öðlast ökuréttindi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×