Innlent

Fullorðinn maður sló 14 ára dreng

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Drengurinn fór með foreldri á Slysadeild til aðhlynningar, en ekki vitað um meiðsl hans.
Drengurinn fór með foreldri á Slysadeild til aðhlynningar, en ekki vitað um meiðsl hans.
Upp úr klukkan sex í gær var tilkynnt um líkamsárás á Laugaveginum. Tveir góðkunningjar í annarlegu ástandi slógust fyrir utan vínveitingastað, og mun annar þeirra hafa slegið 14 ára dreng sem átti leið hjá.

Drengurinn fór með foreldri á Slysadeild til aðhlynningar, en ekki vitað um meiðsl hans.

Lögreglan kom á vettvang og handtók annan aðilann vegna athæfisins, en hinn náði að hlaupa á brott. Hann var svo handtekinn síðar. Báðir aðilarnir gistu fangageymslu og verður rætt við þá er ástand þeirra lagast. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×