Íslenski boltinn

Velskur dómari dæmir leik Breiðabliks og Fylkis

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Ernir
Velski dómarinn Kris Hames mun dæma leik Breiðabliks og Fylkis í Pepsi-deild karla sem fram fer sunnudaginn á Kópavogsvelli en þetta kemur fram á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands.

Þetta er hluti af verkefni varðandi dómaraskipti hjá Knattspyrnusamböndum Íslands og Wales en í október mun íslenskur dómari dæma leik í efstu deild í Wales.

Leikur Breiðabliks og Fylkis er í 18. umferð Pepsi-deildar karla en liðin eru að berjast á sitt hvorum enda töflunnar. Blikar verða að vinna til að halda sér inni í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn en Fylkismenn þurfa stig ef þeir ætla ekki að dragast enn dýpra niður í fallbaráttuna.

Kris Hames er búinn að vera dómari síðan að hann var þrettán ára gamall en tvítugur var hann farinn að dæma í meistaraflokki. Hann er nú 24 ára gamall.

Kris Hames vakti mikla athygli árið 2006 þegar hann, bróðir hans Dale og faðir hans Steve, dæmdu saman leik í velska bikarnum. Steve Hames var þá 43 ára gamall og reyndur dómari en strákarnir hans voru á línunni í leiknum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×