Audi fagnar 500.000 TT bílum með sérútgáfu Finnur Thorlacius skrifar 20. ágúst 2013 10:15 Audi TT er orðinn 15 ára Audi kynnti TT til sögunnar árið 1998 og hefur nú framleitt hálfa milljón slíkra bíla. Eins og títt er fagnar Audi þessum áfanga með sérútgáfu bílsins, með 500 sérútbúnum TTS bílum sem ætlaðir eru til kappakstur. Bílarnir munu aðeins fást í tveimur litum, Imola gulum og Nimbus gráum. Bílarnir fá stóran afturvæng, líkum þeim sem er á Audi TT RS bílnum og bílarnir standa á 19 tommu felgum. Bílarnir verða fjórhjóladrifnir og með 6 gíra beinskiptingu eða 6 gíra sjálfskiptingu með tveimur kúplingum. Grá leðurinnrétting með gulum saumum gera bílinn glæsilegan að innan og skjöldur sem tilgreinir hvar í röðinni 1 til 500 hver bíll er verður á mælaborðinu. Bílarnir verða aðeins seldir í Evrópu. Vélin í bílnum er sú sama og í hefðbundnum TTS bíl, það er 272 hestafla forþjöppudrifin og fjögurra strokka. Er sú vél 61 hestafli öflugri en í venjulegum Audi TT. Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent
Audi kynnti TT til sögunnar árið 1998 og hefur nú framleitt hálfa milljón slíkra bíla. Eins og títt er fagnar Audi þessum áfanga með sérútgáfu bílsins, með 500 sérútbúnum TTS bílum sem ætlaðir eru til kappakstur. Bílarnir munu aðeins fást í tveimur litum, Imola gulum og Nimbus gráum. Bílarnir fá stóran afturvæng, líkum þeim sem er á Audi TT RS bílnum og bílarnir standa á 19 tommu felgum. Bílarnir verða fjórhjóladrifnir og með 6 gíra beinskiptingu eða 6 gíra sjálfskiptingu með tveimur kúplingum. Grá leðurinnrétting með gulum saumum gera bílinn glæsilegan að innan og skjöldur sem tilgreinir hvar í röðinni 1 til 500 hver bíll er verður á mælaborðinu. Bílarnir verða aðeins seldir í Evrópu. Vélin í bílnum er sú sama og í hefðbundnum TTS bíl, það er 272 hestafla forþjöppudrifin og fjögurra strokka. Er sú vél 61 hestafli öflugri en í venjulegum Audi TT.
Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent