Lífið

Mömmukoss frá Biggest Loser-þjálfara

Jillian Michaels, sem er fræg fyrir að vera einn af þjálfurunum í raunveruleikaþáttunum The Biggest Loser, skellti sér út að leika með dóttur sinni Lukensia í Malibu í vikunni.

Um það bil ár er síðan Jillian ættleiddi dótturina á munaðarleysingjahæli á Haítí ásamt konu sinni Heidi Rhoades. Þau eiga líka soninn Phoenix, sem er eins árs, en Heidi og Phoenix voru fjarri góðu gamni á leikvellinum.

Mæðgin í stuði.
Jillian og Lukensia skemmtu sér konunglega á leikvellinum og léku sér tímunum saman. Fimmtánda sería af The Biggest Loser er væntanleg í Bandaríkjunum en eftir áramót hefjast sýningar á fyrstu seríunni af íslenska The Biggest Loser á SkjáEinum og er það framleiðslufyrirtækið Sagafilm sem framleiðir þættina.

Smá grettur.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.