Bæ bæ grillsteikur - halló líkamsrækt Ellý Ármanns skrifar 22. ágúst 2013 15:45 Nú rennur upp sá tími sem er hvað vinsælastur til að setja sér markmið og koma sér í rútínu að nýju. Flest okkar hafa farið ótæpilega í grillsteikur og ljúfmeti í sumar, eins er líklegt að sumarfríið hafi verið nýtt til að sofa út og hvíla hugann. En allt tekur það enda og hugurinn er löngu farinn af stað í rútínu og nú er bara að koma líkamanum með og ná upp orkunni að fullu.Helga Jóhanna Oddsdóttir, eigandi Carpe Diem, markþjálfi og mannauðsráðgjafi í Sporthúsinu gefur hér fimm einföld ráð til að koma reglu á líkama og sál eftir sumarið.Settu þér einföld en skýr markmið Hvort sem þú ætlar að hella þér í heilsurækt eða nýja siði á öðrum sviðum er mikilvægt að markmiðið sé skýrt. Hvert viltu ná? Hvaða breytingar viltu gera? Hér er einnig gott að skoða hvað það er sem hefur áhrif á að markmiðið náist. Til dæmis að fara fyrr að sofa, neita hollari fæðu og vakna korteri fyrr. Mundu að Róm var ekki byggð á einum degi og að breytingar er best að gera smátt og smátt.Sjáðu fyrir þér hvar þú vilt vera þegar markmiði er náð Það að gefast upp á miðri leið er algengara en það að ná þangað. Sérstaklega á meðal þeirra sem hafa ekki skýra sýn á það hvernig staðan verður þegar markmiðinu er náð. Hvort sem þér hentar að ímynda þér árangurinn, skrifa hann niður eða segja öðrum frá, skaltu umfram allt móta þér skýra sýn á það hver staðan verður þegar markmiði er náð. Þetta hjálpar þér þegar úrtöluraddirnar hefja upp raust.Vertu viss um að markmiðið færi þér gleði og orkuÞað eru ótrúlega margir sem setja sér markmið án þess að gera sér grein fyrir því að það sé það sem þeir raun og veru vilja ná. Áður en þú leggur af stað, gefðu þér smá tíma til að skrifa niður hvað þú öðlast við að ná markmiðinu og hverju þú tapar á því. Ef þér detta í hug fleiri hlutir sem þú tapar skaltu athuga hvort markmiðið sé í raun og veru það sem þú vilt.Skrifaðu hjá þér og fagnaðu hverjum áfanga, stórum sem smáumHver eru fyrstu skrefin? Hvernig ætlarðu að fagna þeim áföngum sem þú nærð á leiðinni að markinu? Með því að brjóta markmiðið niður í smærri skref eru mun meiri líkur á því að það vaxi þér ekki í augum og þú náir á leiðarenda. Ákveddu tímarammann fyrir hvert skref og fagnaðu þegar því er náð.Fáðu stuðning Breytingar taka á, við stígum út fyrir þægindarammann og hugsanir okkar og viðhorf eru oftast okkar helstu andstæðingar. Með stuðningi færðu hvatningu og tækifæri til að skoða hvaða hindranir eru í veginum. Umfram allt- njóttu þess að setja þér markmið og fagnaðu ærlega við hvert skref og þegar þeim er að fullu náð. Þannig verður markmiðasetning mun líklegri til árangurs.Sporthúsið.is Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fleiri fréttir Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Sjá meira
Nú rennur upp sá tími sem er hvað vinsælastur til að setja sér markmið og koma sér í rútínu að nýju. Flest okkar hafa farið ótæpilega í grillsteikur og ljúfmeti í sumar, eins er líklegt að sumarfríið hafi verið nýtt til að sofa út og hvíla hugann. En allt tekur það enda og hugurinn er löngu farinn af stað í rútínu og nú er bara að koma líkamanum með og ná upp orkunni að fullu.Helga Jóhanna Oddsdóttir, eigandi Carpe Diem, markþjálfi og mannauðsráðgjafi í Sporthúsinu gefur hér fimm einföld ráð til að koma reglu á líkama og sál eftir sumarið.Settu þér einföld en skýr markmið Hvort sem þú ætlar að hella þér í heilsurækt eða nýja siði á öðrum sviðum er mikilvægt að markmiðið sé skýrt. Hvert viltu ná? Hvaða breytingar viltu gera? Hér er einnig gott að skoða hvað það er sem hefur áhrif á að markmiðið náist. Til dæmis að fara fyrr að sofa, neita hollari fæðu og vakna korteri fyrr. Mundu að Róm var ekki byggð á einum degi og að breytingar er best að gera smátt og smátt.Sjáðu fyrir þér hvar þú vilt vera þegar markmiði er náð Það að gefast upp á miðri leið er algengara en það að ná þangað. Sérstaklega á meðal þeirra sem hafa ekki skýra sýn á það hvernig staðan verður þegar markmiðinu er náð. Hvort sem þér hentar að ímynda þér árangurinn, skrifa hann niður eða segja öðrum frá, skaltu umfram allt móta þér skýra sýn á það hver staðan verður þegar markmiði er náð. Þetta hjálpar þér þegar úrtöluraddirnar hefja upp raust.Vertu viss um að markmiðið færi þér gleði og orkuÞað eru ótrúlega margir sem setja sér markmið án þess að gera sér grein fyrir því að það sé það sem þeir raun og veru vilja ná. Áður en þú leggur af stað, gefðu þér smá tíma til að skrifa niður hvað þú öðlast við að ná markmiðinu og hverju þú tapar á því. Ef þér detta í hug fleiri hlutir sem þú tapar skaltu athuga hvort markmiðið sé í raun og veru það sem þú vilt.Skrifaðu hjá þér og fagnaðu hverjum áfanga, stórum sem smáumHver eru fyrstu skrefin? Hvernig ætlarðu að fagna þeim áföngum sem þú nærð á leiðinni að markinu? Með því að brjóta markmiðið niður í smærri skref eru mun meiri líkur á því að það vaxi þér ekki í augum og þú náir á leiðarenda. Ákveddu tímarammann fyrir hvert skref og fagnaðu þegar því er náð.Fáðu stuðning Breytingar taka á, við stígum út fyrir þægindarammann og hugsanir okkar og viðhorf eru oftast okkar helstu andstæðingar. Með stuðningi færðu hvatningu og tækifæri til að skoða hvaða hindranir eru í veginum. Umfram allt- njóttu þess að setja þér markmið og fagnaðu ærlega við hvert skref og þegar þeim er að fullu náð. Þannig verður markmiðasetning mun líklegri til árangurs.Sporthúsið.is
Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fleiri fréttir Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Sjá meira