Chevrolet Volt með 3 strokka vél úr Opel Adam Finnur Thorlacius skrifar 14. ágúst 2013 15:45 Léttari og aflmeiri Volt hlýtur að vera takmark Chevrolet Samkvæmt Automotive News er til skoðunar hjá Chevrolet að næsta kynslóð Volt verði í boði með 3 strokka lítilli vél sem General Motors dregur úr vopnabúri sínu frá smábílnum Opel Adam. Von er á Opel Adam með þessari vél á næsta ári. Búist er við næstu kynslóð Volt á næstu 18 til 24 mánuðum. Þessi nýja vél yrði með 1,0 eða 1,2 lítra sprengirými, 115 hestöfl og smíðuð úr áli. Sú vél er 31 hestafli öflugri en er í núverandi Volt, en hún er með 1,4 lítra sprengirými. Einnig er búist við að Volt fá nýjan og léttan undirvagn. Núverandi Volt er smíðaður á sama undirvagni og Chevrolet Cruze og Buick Verano. Þessar breytingar ættu að verða til verulegrar lækkunar á eyðslu Volt og hver er ekki einmitt að pæla í slíku um þessar mundir. Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent
Samkvæmt Automotive News er til skoðunar hjá Chevrolet að næsta kynslóð Volt verði í boði með 3 strokka lítilli vél sem General Motors dregur úr vopnabúri sínu frá smábílnum Opel Adam. Von er á Opel Adam með þessari vél á næsta ári. Búist er við næstu kynslóð Volt á næstu 18 til 24 mánuðum. Þessi nýja vél yrði með 1,0 eða 1,2 lítra sprengirými, 115 hestöfl og smíðuð úr áli. Sú vél er 31 hestafli öflugri en er í núverandi Volt, en hún er með 1,4 lítra sprengirými. Einnig er búist við að Volt fá nýjan og léttan undirvagn. Núverandi Volt er smíðaður á sama undirvagni og Chevrolet Cruze og Buick Verano. Þessar breytingar ættu að verða til verulegrar lækkunar á eyðslu Volt og hver er ekki einmitt að pæla í slíku um þessar mundir.
Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent