Flottur kádiljákur Finnur Thorlacius skrifar 17. ágúst 2013 11:15 Cadillac Elmiraj hagmyndabíllinn Cadillac hefur smíðað óvenju fríðan hugmyndabíl sem ekki er eins kantaður og flestar bílgerðir þeirra í dag. Hann hefur fengið nafnið Elmiraj. Þessi bíll verður sýndur á glæsibílasýningunni Pebble Beach Concours d´Elegance í Kaliforníu sem hefst eftir 2 daga. Bíllinn er með coupe lagi og mjúkar línur leika eftir hliðum hans þó örlítil Cadillac-köntun birtist á afturhluta bílsins. Þessi nýi bíll er enginn smásmíð því hann er 5,25 m langur og 193 cm breiður og vegur 1.815 kíló. Þó eru aðeins tvær hurðir á þessum bíl eins og coupe bíl sæmir, en þær eru sannarlega stórar. Coupe formið lýsir sér einnig í löngu húddi og stuttu skotti, stórri afturrúðu en smáum hliðarrúðum. Vélin hæfir bílnum, 500 hestafla V8 með 4,5 lítra sprengirými sem ætti að duga til að koma bílnum úr sporunum. Í Elmiraj eru 4 sæti því miðjustokkur aðskilur sætin að aftan. Leðursæti bílsins eru að karamellulit og í innréttingunni er innfelldur brasilískur rósaviður sem gefur henni eðalt útlit. Mjúkar línur nema að aftanEkkert sérlega ljótur að innan Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent
Cadillac hefur smíðað óvenju fríðan hugmyndabíl sem ekki er eins kantaður og flestar bílgerðir þeirra í dag. Hann hefur fengið nafnið Elmiraj. Þessi bíll verður sýndur á glæsibílasýningunni Pebble Beach Concours d´Elegance í Kaliforníu sem hefst eftir 2 daga. Bíllinn er með coupe lagi og mjúkar línur leika eftir hliðum hans þó örlítil Cadillac-köntun birtist á afturhluta bílsins. Þessi nýi bíll er enginn smásmíð því hann er 5,25 m langur og 193 cm breiður og vegur 1.815 kíló. Þó eru aðeins tvær hurðir á þessum bíl eins og coupe bíl sæmir, en þær eru sannarlega stórar. Coupe formið lýsir sér einnig í löngu húddi og stuttu skotti, stórri afturrúðu en smáum hliðarrúðum. Vélin hæfir bílnum, 500 hestafla V8 með 4,5 lítra sprengirými sem ætti að duga til að koma bílnum úr sporunum. Í Elmiraj eru 4 sæti því miðjustokkur aðskilur sætin að aftan. Leðursæti bílsins eru að karamellulit og í innréttingunni er innfelldur brasilískur rósaviður sem gefur henni eðalt útlit. Mjúkar línur nema að aftanEkkert sérlega ljótur að innan
Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent