Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Víkingur Ó. 1-1 Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvelli skrifar 18. ágúst 2013 16:15 Mynd/Anton ÍBV og Víkingur Ó. gerði 1-1 jafntefli í slökum leik á Hásteinsvelli í dag. Eyjamenn náðu þarna í sitt fyrsta stig síðan 14. júlí en ÍBV-liðið var búið að tapa fjórum leikjum í röð. Víðir Þorvarðarson kom ÍBV í 1-0 á 67. mínútu en Abdel-Farid Zato-Arouna tryggði Víkingum jafntefli með flottu marki á 82. mínútu. Þetta var fjórða jafntefli Ólafsvíkur-Víkinga í síðustu sex leikjum en nýliðarnir hafa bara tapað einum leik frá því í lok júní. Eyjamenn tóku á móti Víkingum frá Ólafsvík í dag í leik sem að Eyjamenn þurftu að vinna til þess að missa ekki gjörsamlega af baráttunni um Evrópusæti. Víkingar mættu grimmir til leiks og pressuðu hátt uppi á Eyjamenn sem að áttu í stökustu vandræðum í byrjun leiks en fundu fljótlega leiðina framhjá pressu Víkinga og áttu nokkur góð tækifæri þá allra helst þegar Aaron Spear átti hörkuskot í stöngina úr þröngu færi eftir flotta sókn og sendingu frá Arnari Braga. Ekki gerðist mikið meira markvert í fyrri hálfleik en Eyjamenn voru þó alltaf sterkari aðilinn. Í byrjun seinni hálfleiks var það sama uppi á teningnum þegar að Eyjamenn áttu nokkur góð skotfæri sem að voru ýmist varin af Einari í markinu eðá fóru rétt framhjá. Sóknir Eyjamanna báru loks árangur þegar að Aaron Spear tók hornspyrnu sem að Brynjar Gauti skallaði að marki, Einar varði skotið beint fyrir fætur Víðis Þorvarðarsonar sem að þakkaði fyrir sig og rúllaði boltanum í autt markið. Eftir markið tók við dauður kafli sem að hjálpaði Víkingum að stilla strengi sína fyrir seinustu mínútur leiksins. Fyrsta skot Víkinga kom á 81. mínútu þegar að Farid Zato átti hörkutilraun af 25 metrum sem að fór rétt framhjá marki Eyjamanna. Mínútu síðar fékk Farid boltann á vallarhelmingi Eyjamanna, lagði af stað í átt að marki lék á hvern varnarmanninn á fætur öðrum og skaut loks boltanum í stöngina og inn óverjandi fyrir David James í marki Eyjamanna. Eyþór Helgi Birgisson var nálægt því að stela sigrinum í lokin þegar að hann skoraði með góðu skoti undir David James í markinu en hann var flaggaður rangstæður af aðstoðardómaranum, Eyþór vildi sjálfur meina að hann hafi alls ekki verið rangstæður og taldi sína menn hafa verið rænda stigum hér í dag. Eyþór Helgi Birgisson: Tek sáttur við stiginu„Já ég er nokkuð sáttur, við hefðum getað stolið þessu í endann en heilt yfir tek ég stigið sáttur,“ sagði Eyþór Helgi Birgisson eftir leik gegn sínum gömlu félögum á Hásteinsvelli, Eyþór spilaði með ÍBV á seinasta tímabili og stóð sig ágætlega. „Við ætluðum að vera taktískir og agaðir í varnarleik og halda okkar stigi fyrst og fremst svo ætluðum við að „break-a“ á þá þegar að tækifærið gefst.“ „Við erum ekki í fallsæti og markmiðið fyrir tímabilið var að halda okkur í deildinni, markmiðið er ennþá galopið,“ sagði Eyþór sem þurfti að hlaupa til Ejup þjálfara til þess að fá leyfi til þess að fara í viðtal. „Mér fannst við sterkari í seinni hálfleik aðallega en við byrjuðum leikinn vel, duttum aðeins niður og komum aftur upp í seinni hálfleik,“ sagði Eyþór að lokum sem að leið greinilega vel á sínum gamla heimavelli og spilaði ágætlega í leiknum. Ejub Purisevic: Bæði sáttur og ósáttur„Ég er bæði sáttur og ósáttur, fyrst að ÍBV komst yfir og við jöfnuðum þá er ég ánægður að fá eitt stig, en eins og leikurinn þróaðist þá hefði það ekki komið mér á óvart ef við hefðum tekið þrjú stig,“ sagði Ejub þjálfari Víkinga frá Ólafsvík eftir leik sinna manna gegn Eyjamönnum í dag. „Eins og þið sáuð í fyrri hálfleik þá ætluðum við að pressa hátt uppi og reyna að sækja þrjú stig,“ sagði Ejub en hans menn spiluðu ekki verr en Eyjamenn í dag. „Mér fannst mikil barátta og grimmd í leiknum, en ég er mjög ánægður með að við höfum haldið haus eftir markið og náð að jafna.“ Víkingar eru með tólf stig í deildinni eftir að hafa einungis verið með 1 stig eftir fyrstu átta leikina og er Ejub ánægður með það. „Við erum sáttir og erum í seinustu leikjum farnir að líta út eins og úrvalsdeildarlið. Mér finnst við spila vel í þessum leik,“ sagði Ejub að lokum. Brynjar Gauti: Gerum ekki annað en að æfa fyrirgjafir og skot „Þetta er svekkjandi og pirrandi að ná ekki að vinna þennan leik, við fengum fleiri færi og vorum betri aðilinn í leiknum. Við náðum ekki að nýta okkur það og það kemur í bakið á okkur,“ sagði Brynjar Gauti Guðjónsson eftir leik gegn sínum gömlu félögum í 1-1 jafntefli í dag. „Við erum yfirleitt betri aðilinn í leikjum, sköpum okkur fullt af færum og fáum ekki mörg á okkur en erum bara klaufar og svona er staðan orðin í dag,“ sagði Brynjar en liðið hefur ekki sigrað í seinustu 5 leikjum. „Við gerum ekki annað en að æfa fyrirgjafir og skot á æfingum en það gengur nokkuð hægt. Eftir að þeir jöfnuðu leikinn voru þeir líklegri til afreka heldur en við og það er ekki nógu gott ef að við höfum hvorki kraft né vilja til þess að klára leikinn,“ sagði Brynjar að lokum en hann var svekktur með jafntefli í dag. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
ÍBV og Víkingur Ó. gerði 1-1 jafntefli í slökum leik á Hásteinsvelli í dag. Eyjamenn náðu þarna í sitt fyrsta stig síðan 14. júlí en ÍBV-liðið var búið að tapa fjórum leikjum í röð. Víðir Þorvarðarson kom ÍBV í 1-0 á 67. mínútu en Abdel-Farid Zato-Arouna tryggði Víkingum jafntefli með flottu marki á 82. mínútu. Þetta var fjórða jafntefli Ólafsvíkur-Víkinga í síðustu sex leikjum en nýliðarnir hafa bara tapað einum leik frá því í lok júní. Eyjamenn tóku á móti Víkingum frá Ólafsvík í dag í leik sem að Eyjamenn þurftu að vinna til þess að missa ekki gjörsamlega af baráttunni um Evrópusæti. Víkingar mættu grimmir til leiks og pressuðu hátt uppi á Eyjamenn sem að áttu í stökustu vandræðum í byrjun leiks en fundu fljótlega leiðina framhjá pressu Víkinga og áttu nokkur góð tækifæri þá allra helst þegar Aaron Spear átti hörkuskot í stöngina úr þröngu færi eftir flotta sókn og sendingu frá Arnari Braga. Ekki gerðist mikið meira markvert í fyrri hálfleik en Eyjamenn voru þó alltaf sterkari aðilinn. Í byrjun seinni hálfleiks var það sama uppi á teningnum þegar að Eyjamenn áttu nokkur góð skotfæri sem að voru ýmist varin af Einari í markinu eðá fóru rétt framhjá. Sóknir Eyjamanna báru loks árangur þegar að Aaron Spear tók hornspyrnu sem að Brynjar Gauti skallaði að marki, Einar varði skotið beint fyrir fætur Víðis Þorvarðarsonar sem að þakkaði fyrir sig og rúllaði boltanum í autt markið. Eftir markið tók við dauður kafli sem að hjálpaði Víkingum að stilla strengi sína fyrir seinustu mínútur leiksins. Fyrsta skot Víkinga kom á 81. mínútu þegar að Farid Zato átti hörkutilraun af 25 metrum sem að fór rétt framhjá marki Eyjamanna. Mínútu síðar fékk Farid boltann á vallarhelmingi Eyjamanna, lagði af stað í átt að marki lék á hvern varnarmanninn á fætur öðrum og skaut loks boltanum í stöngina og inn óverjandi fyrir David James í marki Eyjamanna. Eyþór Helgi Birgisson var nálægt því að stela sigrinum í lokin þegar að hann skoraði með góðu skoti undir David James í markinu en hann var flaggaður rangstæður af aðstoðardómaranum, Eyþór vildi sjálfur meina að hann hafi alls ekki verið rangstæður og taldi sína menn hafa verið rænda stigum hér í dag. Eyþór Helgi Birgisson: Tek sáttur við stiginu„Já ég er nokkuð sáttur, við hefðum getað stolið þessu í endann en heilt yfir tek ég stigið sáttur,“ sagði Eyþór Helgi Birgisson eftir leik gegn sínum gömlu félögum á Hásteinsvelli, Eyþór spilaði með ÍBV á seinasta tímabili og stóð sig ágætlega. „Við ætluðum að vera taktískir og agaðir í varnarleik og halda okkar stigi fyrst og fremst svo ætluðum við að „break-a“ á þá þegar að tækifærið gefst.“ „Við erum ekki í fallsæti og markmiðið fyrir tímabilið var að halda okkur í deildinni, markmiðið er ennþá galopið,“ sagði Eyþór sem þurfti að hlaupa til Ejup þjálfara til þess að fá leyfi til þess að fara í viðtal. „Mér fannst við sterkari í seinni hálfleik aðallega en við byrjuðum leikinn vel, duttum aðeins niður og komum aftur upp í seinni hálfleik,“ sagði Eyþór að lokum sem að leið greinilega vel á sínum gamla heimavelli og spilaði ágætlega í leiknum. Ejub Purisevic: Bæði sáttur og ósáttur„Ég er bæði sáttur og ósáttur, fyrst að ÍBV komst yfir og við jöfnuðum þá er ég ánægður að fá eitt stig, en eins og leikurinn þróaðist þá hefði það ekki komið mér á óvart ef við hefðum tekið þrjú stig,“ sagði Ejub þjálfari Víkinga frá Ólafsvík eftir leik sinna manna gegn Eyjamönnum í dag. „Eins og þið sáuð í fyrri hálfleik þá ætluðum við að pressa hátt uppi og reyna að sækja þrjú stig,“ sagði Ejub en hans menn spiluðu ekki verr en Eyjamenn í dag. „Mér fannst mikil barátta og grimmd í leiknum, en ég er mjög ánægður með að við höfum haldið haus eftir markið og náð að jafna.“ Víkingar eru með tólf stig í deildinni eftir að hafa einungis verið með 1 stig eftir fyrstu átta leikina og er Ejub ánægður með það. „Við erum sáttir og erum í seinustu leikjum farnir að líta út eins og úrvalsdeildarlið. Mér finnst við spila vel í þessum leik,“ sagði Ejub að lokum. Brynjar Gauti: Gerum ekki annað en að æfa fyrirgjafir og skot „Þetta er svekkjandi og pirrandi að ná ekki að vinna þennan leik, við fengum fleiri færi og vorum betri aðilinn í leiknum. Við náðum ekki að nýta okkur það og það kemur í bakið á okkur,“ sagði Brynjar Gauti Guðjónsson eftir leik gegn sínum gömlu félögum í 1-1 jafntefli í dag. „Við erum yfirleitt betri aðilinn í leikjum, sköpum okkur fullt af færum og fáum ekki mörg á okkur en erum bara klaufar og svona er staðan orðin í dag,“ sagði Brynjar en liðið hefur ekki sigrað í seinustu 5 leikjum. „Við gerum ekki annað en að æfa fyrirgjafir og skot á æfingum en það gengur nokkuð hægt. Eftir að þeir jöfnuðu leikinn voru þeir líklegri til afreka heldur en við og það er ekki nógu gott ef að við höfum hvorki kraft né vilja til þess að klára leikinn,“ sagði Brynjar að lokum en hann var svekktur með jafntefli í dag.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn