Ferðamenn drifkraftur í íslenskum verslunum Jóhannes Stefánsson skrifar 6. ágúst 2013 18:30 Íslensk verslun hefur ekki enn náð sér á strik síðan eftir efnahagshrun. Erlendir ferðamenn halda henni nú uppi að stórum hluta og lækka þarf tolla og vörugjöld svo að íslendingar sitji allir við sama borð. Þetta kemur fram í Árbók verslunarinnar 2013, nýrri skýrslu um verslun á Íslandi sem kom út í dag. Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka Verslunar og Þjónustu, segir mjög misjafnlega ganga eftir tegund verslana. „Það má kannski segja það að verslanir sem að eru að njóta góðs af auknum ferðamannastraumi hafi það ágætt. En síðan eru það þessar hefðbundnu sérvöruverslanir sem að kannski hafa það verst," segir Margrét. Í árbókinni kemur fram að erlendir ferðamenn velta nú tæplega einum tíunda af því sem íslensk heimili gera, 63 milljörðum árlega. En Íslendingar eru líka iðnir við að versla erlendis, sérstaklega föt. Í könnun sem Capacent gerði fyrir Haga í janúar árið 2012 kemur fram að erlendar verslanir höfðu tæplega 50 prósent markaðshlutdeild á barnafatamarkaði. Íslendingar keyptu einnig um 40% annars fatnaðar erlendis og til að mynda hefur fatarisinn H&M 25% markaðshlutdeild hér á landi í barnafötum, þrátt fyrir að hafa ekki einu sinni verslun á landinu. En hvers vegna kaupa Íslendingar sér svona mikið af fötum erlendis? „Þetta er gömul saga og ný en þetta er eitthvað sem Íslendingar hafa alltaf gert. Það má kannski segja það að verslunin hér á landi býr við álögur sem að verslun erlendis býr ekki við," segir Margrét. Hún telur þetta fyrirkomulag verst fyrir þau heimili sem hafa ekki ráð á því að kaupa sér utanlandsferðir. „Það er kannski þess vegna sem skiptir svo miklu máli að allir íslendingar sitji við sama borð og standi til boða til dæmis fatnaður á ódýrara verði en býðst í dag," bætir hún við. Margrét segir að stjórnmálamenn sýni verslunareigendum lítinn skilning. „Þá erum við að biðja þá um að skapa okkur þau skilyrði þannig að verslun hér geti blómstrað og að við getum flutt verslun heim til landsins," segir Margrét og er þá spurð: „Hvernig er það gert?" „Með því eins og ég sagði áðan að lækka hér álögur og að verslun sem atvinnugrein verði ekki hornreka hjá íslenskum stjórnmálamönnum. Því það er hún í dag," svarar Margrét til. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sjá meira
Íslensk verslun hefur ekki enn náð sér á strik síðan eftir efnahagshrun. Erlendir ferðamenn halda henni nú uppi að stórum hluta og lækka þarf tolla og vörugjöld svo að íslendingar sitji allir við sama borð. Þetta kemur fram í Árbók verslunarinnar 2013, nýrri skýrslu um verslun á Íslandi sem kom út í dag. Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka Verslunar og Þjónustu, segir mjög misjafnlega ganga eftir tegund verslana. „Það má kannski segja það að verslanir sem að eru að njóta góðs af auknum ferðamannastraumi hafi það ágætt. En síðan eru það þessar hefðbundnu sérvöruverslanir sem að kannski hafa það verst," segir Margrét. Í árbókinni kemur fram að erlendir ferðamenn velta nú tæplega einum tíunda af því sem íslensk heimili gera, 63 milljörðum árlega. En Íslendingar eru líka iðnir við að versla erlendis, sérstaklega föt. Í könnun sem Capacent gerði fyrir Haga í janúar árið 2012 kemur fram að erlendar verslanir höfðu tæplega 50 prósent markaðshlutdeild á barnafatamarkaði. Íslendingar keyptu einnig um 40% annars fatnaðar erlendis og til að mynda hefur fatarisinn H&M 25% markaðshlutdeild hér á landi í barnafötum, þrátt fyrir að hafa ekki einu sinni verslun á landinu. En hvers vegna kaupa Íslendingar sér svona mikið af fötum erlendis? „Þetta er gömul saga og ný en þetta er eitthvað sem Íslendingar hafa alltaf gert. Það má kannski segja það að verslunin hér á landi býr við álögur sem að verslun erlendis býr ekki við," segir Margrét. Hún telur þetta fyrirkomulag verst fyrir þau heimili sem hafa ekki ráð á því að kaupa sér utanlandsferðir. „Það er kannski þess vegna sem skiptir svo miklu máli að allir íslendingar sitji við sama borð og standi til boða til dæmis fatnaður á ódýrara verði en býðst í dag," bætir hún við. Margrét segir að stjórnmálamenn sýni verslunareigendum lítinn skilning. „Þá erum við að biðja þá um að skapa okkur þau skilyrði þannig að verslun hér geti blómstrað og að við getum flutt verslun heim til landsins," segir Margrét og er þá spurð: „Hvernig er það gert?" „Með því eins og ég sagði áðan að lækka hér álögur og að verslun sem atvinnugrein verði ekki hornreka hjá íslenskum stjórnmálamönnum. Því það er hún í dag," svarar Margrét til.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sjá meira