Ferðamenn drifkraftur í íslenskum verslunum Jóhannes Stefánsson skrifar 6. ágúst 2013 18:30 Íslensk verslun hefur ekki enn náð sér á strik síðan eftir efnahagshrun. Erlendir ferðamenn halda henni nú uppi að stórum hluta og lækka þarf tolla og vörugjöld svo að íslendingar sitji allir við sama borð. Þetta kemur fram í Árbók verslunarinnar 2013, nýrri skýrslu um verslun á Íslandi sem kom út í dag. Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka Verslunar og Þjónustu, segir mjög misjafnlega ganga eftir tegund verslana. „Það má kannski segja það að verslanir sem að eru að njóta góðs af auknum ferðamannastraumi hafi það ágætt. En síðan eru það þessar hefðbundnu sérvöruverslanir sem að kannski hafa það verst," segir Margrét. Í árbókinni kemur fram að erlendir ferðamenn velta nú tæplega einum tíunda af því sem íslensk heimili gera, 63 milljörðum árlega. En Íslendingar eru líka iðnir við að versla erlendis, sérstaklega föt. Í könnun sem Capacent gerði fyrir Haga í janúar árið 2012 kemur fram að erlendar verslanir höfðu tæplega 50 prósent markaðshlutdeild á barnafatamarkaði. Íslendingar keyptu einnig um 40% annars fatnaðar erlendis og til að mynda hefur fatarisinn H&M 25% markaðshlutdeild hér á landi í barnafötum, þrátt fyrir að hafa ekki einu sinni verslun á landinu. En hvers vegna kaupa Íslendingar sér svona mikið af fötum erlendis? „Þetta er gömul saga og ný en þetta er eitthvað sem Íslendingar hafa alltaf gert. Það má kannski segja það að verslunin hér á landi býr við álögur sem að verslun erlendis býr ekki við," segir Margrét. Hún telur þetta fyrirkomulag verst fyrir þau heimili sem hafa ekki ráð á því að kaupa sér utanlandsferðir. „Það er kannski þess vegna sem skiptir svo miklu máli að allir íslendingar sitji við sama borð og standi til boða til dæmis fatnaður á ódýrara verði en býðst í dag," bætir hún við. Margrét segir að stjórnmálamenn sýni verslunareigendum lítinn skilning. „Þá erum við að biðja þá um að skapa okkur þau skilyrði þannig að verslun hér geti blómstrað og að við getum flutt verslun heim til landsins," segir Margrét og er þá spurð: „Hvernig er það gert?" „Með því eins og ég sagði áðan að lækka hér álögur og að verslun sem atvinnugrein verði ekki hornreka hjá íslenskum stjórnmálamönnum. Því það er hún í dag," svarar Margrét til. Mest lesið Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Sjá meira
Íslensk verslun hefur ekki enn náð sér á strik síðan eftir efnahagshrun. Erlendir ferðamenn halda henni nú uppi að stórum hluta og lækka þarf tolla og vörugjöld svo að íslendingar sitji allir við sama borð. Þetta kemur fram í Árbók verslunarinnar 2013, nýrri skýrslu um verslun á Íslandi sem kom út í dag. Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka Verslunar og Þjónustu, segir mjög misjafnlega ganga eftir tegund verslana. „Það má kannski segja það að verslanir sem að eru að njóta góðs af auknum ferðamannastraumi hafi það ágætt. En síðan eru það þessar hefðbundnu sérvöruverslanir sem að kannski hafa það verst," segir Margrét. Í árbókinni kemur fram að erlendir ferðamenn velta nú tæplega einum tíunda af því sem íslensk heimili gera, 63 milljörðum árlega. En Íslendingar eru líka iðnir við að versla erlendis, sérstaklega föt. Í könnun sem Capacent gerði fyrir Haga í janúar árið 2012 kemur fram að erlendar verslanir höfðu tæplega 50 prósent markaðshlutdeild á barnafatamarkaði. Íslendingar keyptu einnig um 40% annars fatnaðar erlendis og til að mynda hefur fatarisinn H&M 25% markaðshlutdeild hér á landi í barnafötum, þrátt fyrir að hafa ekki einu sinni verslun á landinu. En hvers vegna kaupa Íslendingar sér svona mikið af fötum erlendis? „Þetta er gömul saga og ný en þetta er eitthvað sem Íslendingar hafa alltaf gert. Það má kannski segja það að verslunin hér á landi býr við álögur sem að verslun erlendis býr ekki við," segir Margrét. Hún telur þetta fyrirkomulag verst fyrir þau heimili sem hafa ekki ráð á því að kaupa sér utanlandsferðir. „Það er kannski þess vegna sem skiptir svo miklu máli að allir íslendingar sitji við sama borð og standi til boða til dæmis fatnaður á ódýrara verði en býðst í dag," bætir hún við. Margrét segir að stjórnmálamenn sýni verslunareigendum lítinn skilning. „Þá erum við að biðja þá um að skapa okkur þau skilyrði þannig að verslun hér geti blómstrað og að við getum flutt verslun heim til landsins," segir Margrét og er þá spurð: „Hvernig er það gert?" „Með því eins og ég sagði áðan að lækka hér álögur og að verslun sem atvinnugrein verði ekki hornreka hjá íslenskum stjórnmálamönnum. Því það er hún í dag," svarar Margrét til.
Mest lesið Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent