Bjarni segir verkefni FME að meta hæfi Kínverjanna Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. ágúst 2013 18:30 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, á skrifstofu sinni. Mynd/ÞÞ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að það sé Fjármálaeftirlitsins að svara hvort kínverskir fjárfestar séu hæfir til að eiga Íslandsbanka og gerir ekki athugasemd við kínverskt eignarhald á bankanum fyrirfram. Árni Tómasson, sem er í stjórn Íslandsbanka, segir að stjórn bankans sé umhugað um að fá nýjan framtíðareiganda að bankanum. Árni segir að ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af kínversku eignarhaldi verði það að veruleika og nefnir í því samhengi að kínverskir fjárfestar haldi á öðrum stærsta eignarhlutnum í DNB-bankanum í Noregi á eftir norska ríkinu. Fjármálaráðuneytið á takmarkaða aðkomu að málinu enda fer ríkissjóður aðeins með 5 prósenta hlut í Íslandsbanka. Sala á 95 prósenta hlut í bankanum, sem slitastjórn Glitnis fer með, yrði á borði annarra stjórnvalda, eins og Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. ISB Holding, sem er í eigu þrotabús Glitnis, heldur á 95 prósenta hlut þrotabúsins í Íslandsbanka. Hinir kínversku fjárfestar hafa ekki verið nafngreindir og þá hafa þeir ekki skilað formlegu kauptilboði í bankann.Ósennilegt að Kínverjar fjárfesti í óþökk stjórnvalda Afstaða ríkisstjórnarinnar skiptir hins vegar alltaf máli enda talið ósennilegt að kínverskir fjárfestar fari í meiriháttar fjárfestingu hér á landi í óþökk stjórnvalda.Hvaða áhrif hefði kínverskt eignarhald á Íslandsbanka ef einhver?Er þetta ekki bara jákvætt þar sem þetta erlend fjárfesting? „Það sem er jákvætt við að bönkunum sé sýndur áhugi er að menn hafa trú á íslenska fjármálakerfinu og framtíð íslensks efnahagslífs þannig að ég held að það sé jákvætt fyrir okkur að bönkunum sé sýndur áhugi. Hér er hins vegar um að ræða banka sem er til sölu hjá slitastjórninni, hann er ekki til sölu hjá ríkinu og það er ekki komið að því að við þurfum að taka afstöðu til einstakra kaupenda,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.Gerirðu einhverja athugasemd við það, kínverskt eignarhald á fjármálafyrirtæki á Íslandi? „Ég tek eftir því að Kínverjar eru ekki mjög stórir í fjármálaheiminum í Evrópu og fyrir því eru einhverjar ástæður. Ég hef ekki kynnt mér sérstaklega hverjar þær eru en öllu öðru óbreyttu þá myndum við bara meta, þegar að því kæmi, hjá Fjármálaeftirlitinu, hæfi þeirra sem lýsa áhuga á því að fara með eignarhlut í íslenskum bönkum og það eru gegnsæjar reglur sem gilda um þau efni.“ Samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki metur FME hæfi þeirra sem vilja fara með virkan eignarhlut í íslenskum bönkum. FME þarf þar að meta orðspor þess sem hyggst eignast eða auka við virkan eignarhlut, orðspor og reynslu þess sem mun veita fjármálafyrirtækinu forstöðu komi til hinna fyrirhuguðu kaupa eða aukningar eignarhlutar og fjárhagslegt heilbrigði (e. financial soundness) þess sem hyggst eignast eða auka við virkan eignarhlut í fjármálafyrirtækinu. Árni Tómasson, stjórnarmaður í Íslandsbanka og fyrrverandi formaður skilanefndar Glitnis.Hollendingur leitar að fjárfestum Undanfarin þrjú ár hefur hollenskur sérfræðingur í fjármálum, Adriaan van der Knaap að nafni, verið að leita að áhugasömum fjárfestum að hlut þrotabús Glitnis í Íslandsbanka. Hann starfaði áður hjá UBS í New York en er nú hjá fyrirtækinu Storm Harbour. Kínverskir fjárfestar hafa sett sig í samband við Glitni með það fyrir augum að kaupa 95% í Íslandsbanka, en Morgunblaðið greindi fyrst frá áhuga Kínverjanna á forsíðu í morgun. 95% hlutur í Íslandsbanka er bókfærður á 115 milljarða króna. Áður hafði norski bankinn DNB sýnt Íslandsbanka áhuga, eins og fréttastofan hefur greint frá. Sá áhugi virðist hafa kulnað en hann raungerðist ekki með formlegu tilboði. Það má ganga að því sem vísu að eignarhald Kínverja á einum stærsta banka landsins muni mæta einhverri pólitískri andstöðu hér á landi. Ríkið hefur hins vegar takmarkaðar heimildir til að bregðast við enda um banka í einkaeigu að ræða. Ef til vill er tilefni til að fara varlega í að draga of víðtækar ályktanir um almennan áhuga Kínverja á Íslandi enda búa 1.300 milljónir manna í Kína.Áhugi margra dvínað vegna óvissu um fjármagnshöftin Árni Tómasson, stjórnarmaður í Íslandsbanka, sagði í samtali við fréttastofu að margir áhugasamir hefðu þurft frá að hverfa vegna fjármagnshaftanna. Íslandsbanki væri álitleg fjárfesting en fjárfestar væru tvístígandi vegna óvissu um lengd haftanna. Fjármagnshöftin gera það að verkum að ekki er hægt að greiða arð af fjárfestingum úr landi án samþykkis Seðlabankans. Búist er við að kínversku fjárfestarnir undirriti viljayfirlýsingu síðar í þessum mánuði vegna viðræðna um kaupin á bankanum.Á hvaða stigi eru þessar viðræður Glitnis og kínversku fjárfestanna? „Eins og ég skil þetta þá hafa átt sér stað viðræður við ýmsa aðila. Þá er ég að tala um á síðustu tveimur til þremur árum sem hafa komist mis langt. Það er ekkert launungarmál að Íslendingar hafa ekki verið tilbúnir. Endurskipulagning bankanna og óvissa um lögmæti lána og gjaldeyrishöftin hafa orðið til þess að menn hafa eðlilega verið hikandi. Ég held að þetta núna sé komið talsvert á veg, en það hefur ekkert formlegt verið gert ennþá. Ein af ástæðunum fyrir því er sú að ef það gerist eitthvað formlegt, ef menn undirrita viljayfirlýsingu, þá þarf viðkomandi fyrirtæki að gera það kunnugt á markaði, en þetta eru aðeins vangaveltur mínar. Það hefur hins vegar ekki verið gengið formlega frá neinu, þ.e viljayfirlýsingu," segir Árni Tómasson.Hvað segir stjórn Íslandsbanka um þetta mál? „Hún hefur ekkert fjallað um málið. Almennt get ég sagt þér að stjórn bankans er umhugað um að finna bankanum nýjan framtíðareiganda og hefur í sjálfu sér enga skoðun á hver það er ef viðkomandi uppfyllir kröfur Fjármálaeftirlitsins og lýsir því yfir að hann sé kominn til að vera til lengri tíma." Árni nefnir áratug eða áratugi í þessu sambandi enda sé stöðugleiki æskilegur í bankastarfsemi. Þá þarf þessi aðili að vera það fjárhagslega sterkur að hann sé ekki háður arðgreiðslum til skemmri tíma.Telur þú að kínverskt eignarhald muni mæta einhverri andstöðu hér? „Ef um er að ræða skráð fyrirtæki í Hong Kong sem lýtur lögmálum markaðarins, það eru alveg sömu kröfur þar og í London, þá hef ég ekki sérstakar áhyggjur af því. Við getum tekið sem dæmi að Kínverjar eiga fyrirtæki hér á landi, járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga og ég veit ekki betur en að allt sé í lagi þar. Þeir eru næst stærsti eigandi norska bankans DNB í Noregi á eftir norska ríkinu. Ég held að Ísland sé eina landið í Evrópu þar sem það er enginn erlendur beinn eignaraðili að bönkum. Meira að segja á Möltu og Krít eru erlendir eigendur." thorbjorn@stod2.is Mest lesið Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að það sé Fjármálaeftirlitsins að svara hvort kínverskir fjárfestar séu hæfir til að eiga Íslandsbanka og gerir ekki athugasemd við kínverskt eignarhald á bankanum fyrirfram. Árni Tómasson, sem er í stjórn Íslandsbanka, segir að stjórn bankans sé umhugað um að fá nýjan framtíðareiganda að bankanum. Árni segir að ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af kínversku eignarhaldi verði það að veruleika og nefnir í því samhengi að kínverskir fjárfestar haldi á öðrum stærsta eignarhlutnum í DNB-bankanum í Noregi á eftir norska ríkinu. Fjármálaráðuneytið á takmarkaða aðkomu að málinu enda fer ríkissjóður aðeins með 5 prósenta hlut í Íslandsbanka. Sala á 95 prósenta hlut í bankanum, sem slitastjórn Glitnis fer með, yrði á borði annarra stjórnvalda, eins og Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. ISB Holding, sem er í eigu þrotabús Glitnis, heldur á 95 prósenta hlut þrotabúsins í Íslandsbanka. Hinir kínversku fjárfestar hafa ekki verið nafngreindir og þá hafa þeir ekki skilað formlegu kauptilboði í bankann.Ósennilegt að Kínverjar fjárfesti í óþökk stjórnvalda Afstaða ríkisstjórnarinnar skiptir hins vegar alltaf máli enda talið ósennilegt að kínverskir fjárfestar fari í meiriháttar fjárfestingu hér á landi í óþökk stjórnvalda.Hvaða áhrif hefði kínverskt eignarhald á Íslandsbanka ef einhver?Er þetta ekki bara jákvætt þar sem þetta erlend fjárfesting? „Það sem er jákvætt við að bönkunum sé sýndur áhugi er að menn hafa trú á íslenska fjármálakerfinu og framtíð íslensks efnahagslífs þannig að ég held að það sé jákvætt fyrir okkur að bönkunum sé sýndur áhugi. Hér er hins vegar um að ræða banka sem er til sölu hjá slitastjórninni, hann er ekki til sölu hjá ríkinu og það er ekki komið að því að við þurfum að taka afstöðu til einstakra kaupenda,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.Gerirðu einhverja athugasemd við það, kínverskt eignarhald á fjármálafyrirtæki á Íslandi? „Ég tek eftir því að Kínverjar eru ekki mjög stórir í fjármálaheiminum í Evrópu og fyrir því eru einhverjar ástæður. Ég hef ekki kynnt mér sérstaklega hverjar þær eru en öllu öðru óbreyttu þá myndum við bara meta, þegar að því kæmi, hjá Fjármálaeftirlitinu, hæfi þeirra sem lýsa áhuga á því að fara með eignarhlut í íslenskum bönkum og það eru gegnsæjar reglur sem gilda um þau efni.“ Samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki metur FME hæfi þeirra sem vilja fara með virkan eignarhlut í íslenskum bönkum. FME þarf þar að meta orðspor þess sem hyggst eignast eða auka við virkan eignarhlut, orðspor og reynslu þess sem mun veita fjármálafyrirtækinu forstöðu komi til hinna fyrirhuguðu kaupa eða aukningar eignarhlutar og fjárhagslegt heilbrigði (e. financial soundness) þess sem hyggst eignast eða auka við virkan eignarhlut í fjármálafyrirtækinu. Árni Tómasson, stjórnarmaður í Íslandsbanka og fyrrverandi formaður skilanefndar Glitnis.Hollendingur leitar að fjárfestum Undanfarin þrjú ár hefur hollenskur sérfræðingur í fjármálum, Adriaan van der Knaap að nafni, verið að leita að áhugasömum fjárfestum að hlut þrotabús Glitnis í Íslandsbanka. Hann starfaði áður hjá UBS í New York en er nú hjá fyrirtækinu Storm Harbour. Kínverskir fjárfestar hafa sett sig í samband við Glitni með það fyrir augum að kaupa 95% í Íslandsbanka, en Morgunblaðið greindi fyrst frá áhuga Kínverjanna á forsíðu í morgun. 95% hlutur í Íslandsbanka er bókfærður á 115 milljarða króna. Áður hafði norski bankinn DNB sýnt Íslandsbanka áhuga, eins og fréttastofan hefur greint frá. Sá áhugi virðist hafa kulnað en hann raungerðist ekki með formlegu tilboði. Það má ganga að því sem vísu að eignarhald Kínverja á einum stærsta banka landsins muni mæta einhverri pólitískri andstöðu hér á landi. Ríkið hefur hins vegar takmarkaðar heimildir til að bregðast við enda um banka í einkaeigu að ræða. Ef til vill er tilefni til að fara varlega í að draga of víðtækar ályktanir um almennan áhuga Kínverja á Íslandi enda búa 1.300 milljónir manna í Kína.Áhugi margra dvínað vegna óvissu um fjármagnshöftin Árni Tómasson, stjórnarmaður í Íslandsbanka, sagði í samtali við fréttastofu að margir áhugasamir hefðu þurft frá að hverfa vegna fjármagnshaftanna. Íslandsbanki væri álitleg fjárfesting en fjárfestar væru tvístígandi vegna óvissu um lengd haftanna. Fjármagnshöftin gera það að verkum að ekki er hægt að greiða arð af fjárfestingum úr landi án samþykkis Seðlabankans. Búist er við að kínversku fjárfestarnir undirriti viljayfirlýsingu síðar í þessum mánuði vegna viðræðna um kaupin á bankanum.Á hvaða stigi eru þessar viðræður Glitnis og kínversku fjárfestanna? „Eins og ég skil þetta þá hafa átt sér stað viðræður við ýmsa aðila. Þá er ég að tala um á síðustu tveimur til þremur árum sem hafa komist mis langt. Það er ekkert launungarmál að Íslendingar hafa ekki verið tilbúnir. Endurskipulagning bankanna og óvissa um lögmæti lána og gjaldeyrishöftin hafa orðið til þess að menn hafa eðlilega verið hikandi. Ég held að þetta núna sé komið talsvert á veg, en það hefur ekkert formlegt verið gert ennþá. Ein af ástæðunum fyrir því er sú að ef það gerist eitthvað formlegt, ef menn undirrita viljayfirlýsingu, þá þarf viðkomandi fyrirtæki að gera það kunnugt á markaði, en þetta eru aðeins vangaveltur mínar. Það hefur hins vegar ekki verið gengið formlega frá neinu, þ.e viljayfirlýsingu," segir Árni Tómasson.Hvað segir stjórn Íslandsbanka um þetta mál? „Hún hefur ekkert fjallað um málið. Almennt get ég sagt þér að stjórn bankans er umhugað um að finna bankanum nýjan framtíðareiganda og hefur í sjálfu sér enga skoðun á hver það er ef viðkomandi uppfyllir kröfur Fjármálaeftirlitsins og lýsir því yfir að hann sé kominn til að vera til lengri tíma." Árni nefnir áratug eða áratugi í þessu sambandi enda sé stöðugleiki æskilegur í bankastarfsemi. Þá þarf þessi aðili að vera það fjárhagslega sterkur að hann sé ekki háður arðgreiðslum til skemmri tíma.Telur þú að kínverskt eignarhald muni mæta einhverri andstöðu hér? „Ef um er að ræða skráð fyrirtæki í Hong Kong sem lýtur lögmálum markaðarins, það eru alveg sömu kröfur þar og í London, þá hef ég ekki sérstakar áhyggjur af því. Við getum tekið sem dæmi að Kínverjar eiga fyrirtæki hér á landi, járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga og ég veit ekki betur en að allt sé í lagi þar. Þeir eru næst stærsti eigandi norska bankans DNB í Noregi á eftir norska ríkinu. Ég held að Ísland sé eina landið í Evrópu þar sem það er enginn erlendur beinn eignaraðili að bönkum. Meira að segja á Möltu og Krít eru erlendir eigendur." thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent