Innlent

Hugsanlega lík í sjónum

Boði Logason skrifar
Frá Hofsósi.
Frá Hofsósi. Mynd/Pjetur
Um tuttugu lögreglu- og björgunarsveitarmenn leita nú að hugsanlegu líki í sjónum fyrir utan Hofsós.

Maður sem var á litlum bát, um 150 metrum frá landi, hafði samband við lögregluna á Sauðárkróki í hádeginu í dag en hann taldi sig hafa séð lík í sjónum.

Hann hafi ekki þorað að fara nær vegna þess að hann var með barn í bátnum hjá sér.

Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Króknum, segir í samtali við fréttastofu að verið sé að fínkemba svæðið. Von er á fleiri björgunarsveitarmönnum á svæðið klukkan sex og verður þá settur fullur þungi í leitina.

Um það leyti séu straumar hagstæðir og veður stillt. Miklir straumar eru nú á svæðinu og segir Stefán Vagn að björgunarsveitarmenn hafi sett út rekald nú á fjórða tímanum sem hafi farið mjög hratt yfir.

Leitarsvæðið er gríðarlega stórt, að sögn Stefáns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×