Fölsuðu eyðslutölur og voru reknir Finnur Thorlacius skrifar 30. júlí 2013 14:45 Chevrolet Tavera jepplingurinn sem seldur er í Indlandi Á annan tug starfsmanna Chevrolet voru reknir í kjölfar þess að þeir fölsuðu eyðslutölur Chevrolet Tavera jepplings sem seldur er í Indlandi. Meðal þeirra sem reknir voru er yfirmaður vélarsmíði General Motors fyrir allan heiminn, en hann hefur starfað hjá fyrirtækinu frá árinu 1969, eða í 44 ár. Brot starfsmannanna töldust mjög alvarleg en þeir voru staðnir að því að svindla gróflega við prófunaraðferðir véla Chevrolet og gengu svo langt að skipta hreinlega á vélum við prófanirnar og setja afar sparneytnar 2,0 og 2,5 lítra vélar í stað miklu eyðslufrekari vél sem Tavera jepplingurinn er seldur með. Starfsmennirnir áttu einnig við þyngd prófunarbílanna svo þeir sýndu lægri eyðslutölur. Þessi brot starfsmannanna varð til þess að framleiðsla og sala Tavera bílsins var hætt tímabundið og allir slíkir bílar sem framleiddir hafa verið sl. 8 ár innkallaðir. Þetta verður því Chevrolet afar dýrt. Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent
Á annan tug starfsmanna Chevrolet voru reknir í kjölfar þess að þeir fölsuðu eyðslutölur Chevrolet Tavera jepplings sem seldur er í Indlandi. Meðal þeirra sem reknir voru er yfirmaður vélarsmíði General Motors fyrir allan heiminn, en hann hefur starfað hjá fyrirtækinu frá árinu 1969, eða í 44 ár. Brot starfsmannanna töldust mjög alvarleg en þeir voru staðnir að því að svindla gróflega við prófunaraðferðir véla Chevrolet og gengu svo langt að skipta hreinlega á vélum við prófanirnar og setja afar sparneytnar 2,0 og 2,5 lítra vélar í stað miklu eyðslufrekari vél sem Tavera jepplingurinn er seldur með. Starfsmennirnir áttu einnig við þyngd prófunarbílanna svo þeir sýndu lægri eyðslutölur. Þessi brot starfsmannanna varð til þess að framleiðsla og sala Tavera bílsins var hætt tímabundið og allir slíkir bílar sem framleiddir hafa verið sl. 8 ár innkallaðir. Þetta verður því Chevrolet afar dýrt.
Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent