Innlent

Það tekur þrjár kynslóðir fyrir tónlistarmann að verða til

Sigríður María Egilsdóttir.
Sigríður María Egilsdóttir.
Ráðstefnan TEDxReykjavík var haldin í þriðja sinn í byrjun júní.

Slagorð ráðstefnunnar var Ljáum góðum hugmyndum vængi og var boðið upp á fyrirlestra þar sem kynntar voru nýjar hugmyndir og spennandi uppgötvanir.

Meðal fyrirlesara voru Kári Stefánsson, Margrét Pála Ólafsdóttir, Össur Kristinsson, Sigga Heimis og Úlfur Hansson.


Sigríður María Egilsdóttir hélt einnig fyrirlestur sem hægt er að horfa á hér fyrir neðan. Fyrirlestur hennar hefur vakið verðskuldaða athygli á netinu og hafa þúsundir horft á hann.

Sigríður segir meðal annars að það taki þrjár kynslóðir fyrir tónlistarmann að verða til: þá fyrstu til að losna úr fátækt, aðra kynslóð til að mennta sig og þá þriðju til að öðlast vald á hljóðfærinu.

Erindi Sigríðar Maríu fjallar um kvenréttindi og hvernig beita má þessari myndlíkingu til að lýsa þeim, og ekki bara þeim heldur allri baráttu fyrir mannréttindum.

Sigríður María er fædd árið 1993 og útskrifaðist frá Verslunarskóla Íslands nú í vor. Árin 2011 og 2012 vann hún ræðukeppnina Icelandic national public speaking competition, undankeppni alþjóðlegrar ræðukeppni í London þar sem hún komst í undanúrslit. Fyrr í ár var hún síðan valin ræðumaður ársins í Morfís.

TEDxReykjavík var haldin í fyrirlestrarsal Arion banka. Ráðstefnan var skipulögð af Hugmyndaráðuneytinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×