Kia hagnast vel Finnur Thorlacius skrifar 28. júlí 2013 17:16 Kia Sportage Uppgjör S-kóreska bílaframleiðandans Kia fyrir annan ársfjórðung gerði gott betur en standast væntingar þeirra er reyna að spá fyrir um hagnað bílframleiðenda. Nam hann 128 milljörðum króna og jókst velta Kia um 4,5% milli ára og var 1.585 milljarðar króna í apríl, maí og júní. Það sem helst ber uppi góða sölu Kia er 22% aukin sala í Kína. Hinsvegar minnkaði sala Kia bíla í Bandaríkjunum, sem og á heimamarkaði í S-Kóreu. Salan í Evrópu var 1,5% meiri en fyrir ári og seldust Kia cee´d og Sportage mjög vel í álfunni. Kia seldi 3,7% færri bíla í S-Ameríku, svo ekki er það svo að fyrirtækinu gangi allt í haginn á öllum markaðssvæðum, en sölufallið í Bandaríkjunum nam aðeins 0,2%, en 4% í S-Kóreu . Hyundai, sem á 34% í Kia, gekk einnig vel á öðrum ársfjórðungi og skilaði fyrirtækið 290 milljarða króna hagnaði. Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent
Uppgjör S-kóreska bílaframleiðandans Kia fyrir annan ársfjórðung gerði gott betur en standast væntingar þeirra er reyna að spá fyrir um hagnað bílframleiðenda. Nam hann 128 milljörðum króna og jókst velta Kia um 4,5% milli ára og var 1.585 milljarðar króna í apríl, maí og júní. Það sem helst ber uppi góða sölu Kia er 22% aukin sala í Kína. Hinsvegar minnkaði sala Kia bíla í Bandaríkjunum, sem og á heimamarkaði í S-Kóreu. Salan í Evrópu var 1,5% meiri en fyrir ári og seldust Kia cee´d og Sportage mjög vel í álfunni. Kia seldi 3,7% færri bíla í S-Ameríku, svo ekki er það svo að fyrirtækinu gangi allt í haginn á öllum markaðssvæðum, en sölufallið í Bandaríkjunum nam aðeins 0,2%, en 4% í S-Kóreu . Hyundai, sem á 34% í Kia, gekk einnig vel á öðrum ársfjórðungi og skilaði fyrirtækið 290 milljarða króna hagnaði.
Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent