Jaguar með nýja smábíla aðeins úr áli Finnur Thorlacius skrifar 30. júlí 2013 12:15 Svona gæti minni gerð Jaguar bíls litið út Uppi er hugmyndir hjá breska bílasmiðnum Jaguar að bjóða uppá smærri bíla en fyrirtækið hefur áður gert og að þeir verði með yfirbyggingu eingöngu úr áli. Um yrði að ræða bíl á stærð við BMW 3 og Mercedes Benz C-Class, jeppling á stærð við Range Rover Evoque og langbak af minni gerðinni. Þessir bílar yrðu líklega smíðaðir í verksmiðjum Land Rover, en Jaguar og Land Rover er eitt og sama fyrirtækið. Jaguar selur um helmingi færri bíla en Land Rover og hefur Jaguar uppi áætlanir um að nálgast Land Rover í sölu með þessum nýju bílum. Jaguar Land Rover hefur gert risasamning um kaup á áli við einn af stærstu álframleiðendum heims í Sádi Arabíu. Jaguar Land Rover ætlar að verja 515 milljörðum króna á ári á næstu fjórum árum við þróun nýrra bíla og nýrra verksmiðja. Það eru ekki litlir peningar, svo eðlilegt má teljast að fyrirtækis sé nú að huga að nýjum gerðum fyrir nýja markhópa. Sala Jaguar Land Rover á fyrsta helmingi ársins var 14% meiri en í fyrra og má því segja að gengi fyrirtækisins sé með besta móti, sem alls ekki á við flesta bílaframleiðendur í Evrópu. Verulega góða sala í Kína á mestan þátt í þessari aukningu. jaguar mun láta uppi áætlanir sínar á bílasýningunni í Frankfurt í september og vonandi munu þeir sýna þar hugmyndir af þessum þremur nýju bílum. Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent
Uppi er hugmyndir hjá breska bílasmiðnum Jaguar að bjóða uppá smærri bíla en fyrirtækið hefur áður gert og að þeir verði með yfirbyggingu eingöngu úr áli. Um yrði að ræða bíl á stærð við BMW 3 og Mercedes Benz C-Class, jeppling á stærð við Range Rover Evoque og langbak af minni gerðinni. Þessir bílar yrðu líklega smíðaðir í verksmiðjum Land Rover, en Jaguar og Land Rover er eitt og sama fyrirtækið. Jaguar selur um helmingi færri bíla en Land Rover og hefur Jaguar uppi áætlanir um að nálgast Land Rover í sölu með þessum nýju bílum. Jaguar Land Rover hefur gert risasamning um kaup á áli við einn af stærstu álframleiðendum heims í Sádi Arabíu. Jaguar Land Rover ætlar að verja 515 milljörðum króna á ári á næstu fjórum árum við þróun nýrra bíla og nýrra verksmiðja. Það eru ekki litlir peningar, svo eðlilegt má teljast að fyrirtækis sé nú að huga að nýjum gerðum fyrir nýja markhópa. Sala Jaguar Land Rover á fyrsta helmingi ársins var 14% meiri en í fyrra og má því segja að gengi fyrirtækisins sé með besta móti, sem alls ekki á við flesta bílaframleiðendur í Evrópu. Verulega góða sala í Kína á mestan þátt í þessari aukningu. jaguar mun láta uppi áætlanir sínar á bílasýningunni í Frankfurt í september og vonandi munu þeir sýna þar hugmyndir af þessum þremur nýju bílum.
Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent