Innlent

Freyja greindi Ban Kin-moon frá vanefndum Íslands gagnvart fötluðu fólki

Heimir Már Pétursson skrifar
Freyja Haraldsdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar vakti athygli Ban Ki-moon aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna á því í morgun að Ísland hefði ekki fullgilt samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem byggju við alls kyns mismunun og ótta um sinn hag.

„Á fundi með Ban Ki-moon í morgun bar ég upp áhyggjur mínar af því að að liðin séu sex ár frá því að Ísland undirritaði samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og valfrjálsa bókun hans en hefur ekki fullgilt hann,“ sagði Freyja í umræðum um þingstörf á Alþingi í dag. Freyja segir vinnuna við fullgildingu samningsins hafa gengið hægt þótt töluverð vinna væri að baki.

„Ef horft er til íslenskra rannsókna benda þær til þess að fatlað fólk búi við mikla félagslega einangrun, fátækt, hvers kyns ofbeldi og aðgreiningu. Rannsóknir sýna jafnframt að fatlað fólk er hrætt við að gera kröfur um breytingar eða kvarta af ótta við að verða refsað innan þjónustukerfisins,“ sagði Freyja.

Skoraði Freyja á þingmenn í velferðarnefnd, allsherjar- og menntanefnd og utanríkismálanefnd Alþingis að ljúka þessari vinnu sem fyrst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×