Innlent

Lög um veiðigjald aðeins til eins árs

Ingveldur Geirsdóttir skrifar
"Við höfum þegar hafið vinnu við að útfæra kerfi til framtíðar, sem við munum vinna að á næstu mánuðum," segir Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra.
"Við höfum þegar hafið vinnu við að útfæra kerfi til framtíðar, sem við munum vinna að á næstu mánuðum," segir Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra sjávarútvegsins segir ákvörðun forseta Íslands, um að staðfesta lög um veiðigjald, ekki koma sér á óvart.  Hann áréttar að lögin séu aðeins til eins árs.

„Það er mikilvægt að fá þessi lög staðfest og tryggja þannig að það verði lagt á sérstakt veiðigjald á næsta fiskveiðiári," segir Sigurður Ingi.

Veiðigjaldslögin taka gildi 1. september og gilda aðeins í eitt ár.

„Það er mjög mikilvægt að árétta að þetta er til eins árs. Við höfum þegar hafið vinnu við að útfæra kerfi til framtíðar, sem við munum vinna að á næstu mánuðum."

Sigurður Ingi segir það kerfi verða í anda stjórnarsáttmálans.

„Þar er í anda stjórnarssátmálans þar sem almenna gjaldið á að taka mið af heildar afkomu útgerðarinnar en sérstaka gjaldið á að taka sem mest mið af afkomu einstakra fyrirtækja og einstakra útgerðarflokka."

Forseti hvatti í yfirlýsingu sinni stjórnvöld til að ná varanlegri og víðtækri sátt um skipan fiskveiða og arðgreiðslur til þjóðarinnar. Sigurður Ingi telur það mjög mikilvægt að ná sátt um sjávarútveginn.

„Ég tel það mjög mikilvægt að við vinnum að sátt í samfélaginu um okkar mikilvægustu atvinnugrein. Það kemur líka fram í stjórnarsáttmálanum og það er þar að leiðandi verkefni mitt að vinna að því," segir Sigurður Ingi að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×