Börnin eru innblástur Marín Manda skrifar 21. júní 2013 14:30 Hlaðgerður Íris Björnsdóttir listakona. "Mér var bent á þessa keppni fyrir nokkrum árum en það var hún Ólöf K. Sigurðardóttir hjá Hafnarborg í Hafnarfirði sem hvatti mig til að taka þátt en þá var ég ekki alveg tilbúin," segir Hlaðgerður Íris Björnsdóttir, sem nýverið tók þátt í myndlistarkeppninni Portrait Nu í Danmörku. SvefngengillMyndlistarkeppnin fór fram í National Historiske Museum í Frederiksborg-höll í Danmörku. Rétt yfir þúsund verk voru send inn í keppnina en myndlistarfólk víðs vegar frá Norðurlöndunum og Rússlandi tók þátt að þessu sinni. Þetta var í fjórða sinn sem Portrait Nu var haldin. Að lokum voru valin í kringum áttatíu verk í keppnina. Hlaðgerður var önnur þeirra Íslendinga sem tóku þátt en segir hún að Wow air hafi styrkt sig með flugferð til Danmerkur til þess að vera við opnun sýningarinnar.FREYJA. Verkið er núna á sýningunni Portræt Nu í Frederiksborgslot í Hillerød í Danmörku.Verkið sem Hlaðgerður sendi í keppnina heitir Freyja og er af ungri stúlku. Hún segist hafa verið nokkuð ánægð með útkomuna og þótt verkið hæfa í svona keppni. Í kjölfar sýningarinnar fékk Hlaðgerður fyrirspurn frá Þýska landi þar sem óskað er eftir því að skrifa smásögu eftir verkinu hennar. Dulúðin er ríkjandi Hlaðgerður segir að oft komi fyrirspurnir mörgum mánuðum eftir sýningar en nokkuð hafi verið um það að fólk leiti til hennar og vilji láta mála persónuleg verk fyrir sig.Meðvitund "Það vill bara þannig til að ég mála fólk þó svo að ég vilji alls ekki kalla mig portrettmálara. Ég reyni að halda ákveðinni dulúð yfir verkunum mínum og ef fólki líkar við þemað í verkunum mínum og treystir mér til þess að mála viðkomandi einstakling í þeim anda þá gengur samstarfið upp." segir Hlaðgerður.VITINN. Verkið er í eigu Landsbankans og hangir á vegg í útibúi þeirra í Borgartúninu.Stór fjölskylda Listin er ræktuð á heimilinu en Hlaðgerður er fjögurra barna móðir og hefur sótt innblástur í börnin sín í gegnum tíðina. "Maður sækir svo mikið í það sem er nálægt manni og börnin mín þekki ég svo vel og veit nákvæmlega hvernig ég fæ fram það sem ég er að sækjast eftir. Í dag er ég meðal annars að mála tvær yngstu dætur mínar við eyðibýli við Suðurstrandarveg, sem er ótrúlega spennandi umhverfi." Hægt er að skoða verk Hlaðgerðar á vefsíðunni hlalla.com.ConnectionGarðurinn Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Fleiri fréttir Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Sjá meira
"Mér var bent á þessa keppni fyrir nokkrum árum en það var hún Ólöf K. Sigurðardóttir hjá Hafnarborg í Hafnarfirði sem hvatti mig til að taka þátt en þá var ég ekki alveg tilbúin," segir Hlaðgerður Íris Björnsdóttir, sem nýverið tók þátt í myndlistarkeppninni Portrait Nu í Danmörku. SvefngengillMyndlistarkeppnin fór fram í National Historiske Museum í Frederiksborg-höll í Danmörku. Rétt yfir þúsund verk voru send inn í keppnina en myndlistarfólk víðs vegar frá Norðurlöndunum og Rússlandi tók þátt að þessu sinni. Þetta var í fjórða sinn sem Portrait Nu var haldin. Að lokum voru valin í kringum áttatíu verk í keppnina. Hlaðgerður var önnur þeirra Íslendinga sem tóku þátt en segir hún að Wow air hafi styrkt sig með flugferð til Danmerkur til þess að vera við opnun sýningarinnar.FREYJA. Verkið er núna á sýningunni Portræt Nu í Frederiksborgslot í Hillerød í Danmörku.Verkið sem Hlaðgerður sendi í keppnina heitir Freyja og er af ungri stúlku. Hún segist hafa verið nokkuð ánægð með útkomuna og þótt verkið hæfa í svona keppni. Í kjölfar sýningarinnar fékk Hlaðgerður fyrirspurn frá Þýska landi þar sem óskað er eftir því að skrifa smásögu eftir verkinu hennar. Dulúðin er ríkjandi Hlaðgerður segir að oft komi fyrirspurnir mörgum mánuðum eftir sýningar en nokkuð hafi verið um það að fólk leiti til hennar og vilji láta mála persónuleg verk fyrir sig.Meðvitund "Það vill bara þannig til að ég mála fólk þó svo að ég vilji alls ekki kalla mig portrettmálara. Ég reyni að halda ákveðinni dulúð yfir verkunum mínum og ef fólki líkar við þemað í verkunum mínum og treystir mér til þess að mála viðkomandi einstakling í þeim anda þá gengur samstarfið upp." segir Hlaðgerður.VITINN. Verkið er í eigu Landsbankans og hangir á vegg í útibúi þeirra í Borgartúninu.Stór fjölskylda Listin er ræktuð á heimilinu en Hlaðgerður er fjögurra barna móðir og hefur sótt innblástur í börnin sín í gegnum tíðina. "Maður sækir svo mikið í það sem er nálægt manni og börnin mín þekki ég svo vel og veit nákvæmlega hvernig ég fæ fram það sem ég er að sækjast eftir. Í dag er ég meðal annars að mála tvær yngstu dætur mínar við eyðibýli við Suðurstrandarveg, sem er ótrúlega spennandi umhverfi." Hægt er að skoða verk Hlaðgerðar á vefsíðunni hlalla.com.ConnectionGarðurinn
Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Fleiri fréttir Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Sjá meira