Börnin eru innblástur Marín Manda skrifar 21. júní 2013 14:30 Hlaðgerður Íris Björnsdóttir listakona. "Mér var bent á þessa keppni fyrir nokkrum árum en það var hún Ólöf K. Sigurðardóttir hjá Hafnarborg í Hafnarfirði sem hvatti mig til að taka þátt en þá var ég ekki alveg tilbúin," segir Hlaðgerður Íris Björnsdóttir, sem nýverið tók þátt í myndlistarkeppninni Portrait Nu í Danmörku. SvefngengillMyndlistarkeppnin fór fram í National Historiske Museum í Frederiksborg-höll í Danmörku. Rétt yfir þúsund verk voru send inn í keppnina en myndlistarfólk víðs vegar frá Norðurlöndunum og Rússlandi tók þátt að þessu sinni. Þetta var í fjórða sinn sem Portrait Nu var haldin. Að lokum voru valin í kringum áttatíu verk í keppnina. Hlaðgerður var önnur þeirra Íslendinga sem tóku þátt en segir hún að Wow air hafi styrkt sig með flugferð til Danmerkur til þess að vera við opnun sýningarinnar.FREYJA. Verkið er núna á sýningunni Portræt Nu í Frederiksborgslot í Hillerød í Danmörku.Verkið sem Hlaðgerður sendi í keppnina heitir Freyja og er af ungri stúlku. Hún segist hafa verið nokkuð ánægð með útkomuna og þótt verkið hæfa í svona keppni. Í kjölfar sýningarinnar fékk Hlaðgerður fyrirspurn frá Þýska landi þar sem óskað er eftir því að skrifa smásögu eftir verkinu hennar. Dulúðin er ríkjandi Hlaðgerður segir að oft komi fyrirspurnir mörgum mánuðum eftir sýningar en nokkuð hafi verið um það að fólk leiti til hennar og vilji láta mála persónuleg verk fyrir sig.Meðvitund "Það vill bara þannig til að ég mála fólk þó svo að ég vilji alls ekki kalla mig portrettmálara. Ég reyni að halda ákveðinni dulúð yfir verkunum mínum og ef fólki líkar við þemað í verkunum mínum og treystir mér til þess að mála viðkomandi einstakling í þeim anda þá gengur samstarfið upp." segir Hlaðgerður.VITINN. Verkið er í eigu Landsbankans og hangir á vegg í útibúi þeirra í Borgartúninu.Stór fjölskylda Listin er ræktuð á heimilinu en Hlaðgerður er fjögurra barna móðir og hefur sótt innblástur í börnin sín í gegnum tíðina. "Maður sækir svo mikið í það sem er nálægt manni og börnin mín þekki ég svo vel og veit nákvæmlega hvernig ég fæ fram það sem ég er að sækjast eftir. Í dag er ég meðal annars að mála tvær yngstu dætur mínar við eyðibýli við Suðurstrandarveg, sem er ótrúlega spennandi umhverfi." Hægt er að skoða verk Hlaðgerðar á vefsíðunni hlalla.com.ConnectionGarðurinn Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Fleiri fréttir Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Sjá meira
"Mér var bent á þessa keppni fyrir nokkrum árum en það var hún Ólöf K. Sigurðardóttir hjá Hafnarborg í Hafnarfirði sem hvatti mig til að taka þátt en þá var ég ekki alveg tilbúin," segir Hlaðgerður Íris Björnsdóttir, sem nýverið tók þátt í myndlistarkeppninni Portrait Nu í Danmörku. SvefngengillMyndlistarkeppnin fór fram í National Historiske Museum í Frederiksborg-höll í Danmörku. Rétt yfir þúsund verk voru send inn í keppnina en myndlistarfólk víðs vegar frá Norðurlöndunum og Rússlandi tók þátt að þessu sinni. Þetta var í fjórða sinn sem Portrait Nu var haldin. Að lokum voru valin í kringum áttatíu verk í keppnina. Hlaðgerður var önnur þeirra Íslendinga sem tóku þátt en segir hún að Wow air hafi styrkt sig með flugferð til Danmerkur til þess að vera við opnun sýningarinnar.FREYJA. Verkið er núna á sýningunni Portræt Nu í Frederiksborgslot í Hillerød í Danmörku.Verkið sem Hlaðgerður sendi í keppnina heitir Freyja og er af ungri stúlku. Hún segist hafa verið nokkuð ánægð með útkomuna og þótt verkið hæfa í svona keppni. Í kjölfar sýningarinnar fékk Hlaðgerður fyrirspurn frá Þýska landi þar sem óskað er eftir því að skrifa smásögu eftir verkinu hennar. Dulúðin er ríkjandi Hlaðgerður segir að oft komi fyrirspurnir mörgum mánuðum eftir sýningar en nokkuð hafi verið um það að fólk leiti til hennar og vilji láta mála persónuleg verk fyrir sig.Meðvitund "Það vill bara þannig til að ég mála fólk þó svo að ég vilji alls ekki kalla mig portrettmálara. Ég reyni að halda ákveðinni dulúð yfir verkunum mínum og ef fólki líkar við þemað í verkunum mínum og treystir mér til þess að mála viðkomandi einstakling í þeim anda þá gengur samstarfið upp." segir Hlaðgerður.VITINN. Verkið er í eigu Landsbankans og hangir á vegg í útibúi þeirra í Borgartúninu.Stór fjölskylda Listin er ræktuð á heimilinu en Hlaðgerður er fjögurra barna móðir og hefur sótt innblástur í börnin sín í gegnum tíðina. "Maður sækir svo mikið í það sem er nálægt manni og börnin mín þekki ég svo vel og veit nákvæmlega hvernig ég fæ fram það sem ég er að sækjast eftir. Í dag er ég meðal annars að mála tvær yngstu dætur mínar við eyðibýli við Suðurstrandarveg, sem er ótrúlega spennandi umhverfi." Hægt er að skoða verk Hlaðgerðar á vefsíðunni hlalla.com.ConnectionGarðurinn
Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Fleiri fréttir Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Sjá meira