Mark Webber til Porsche í þolakstur 27. júní 2013 14:45 Mark Webber á góðri stundu Ástralski Formúlu 1 ökumaðurinn Mark Webber hefur skrifað undir samnig við Porsche um að aka bílum þeirra næstu árin. Frá og með keppnistímabilinu 2014 mun hann keppa á hinum nýja Porsche LMP1 bíl í 24 tíma þolaksturskeppninni í Le Mans og einnig í þolakstursmótaröðinni World Endurance Championship (WEC). Mark Webber, sem er 36 ára gamall, hefur áður tekið þátt tvisvar sinnum í Le Mans keppninni, en árið 1998 varð hann annar í FIA GT mótaröðinni á Porsche bíl. Frá 2002 og þar til nú hefur hann 36 sinnum komist á pall í Formúlu 1 kappakstrinum, unnið 9 sinnum og verið fremstur á ráspól 11 sinnum. En nú er hann semsagt hættur í Formúlu 1 og ætlar að snúa sér að þolakstri. Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent
Ástralski Formúlu 1 ökumaðurinn Mark Webber hefur skrifað undir samnig við Porsche um að aka bílum þeirra næstu árin. Frá og með keppnistímabilinu 2014 mun hann keppa á hinum nýja Porsche LMP1 bíl í 24 tíma þolaksturskeppninni í Le Mans og einnig í þolakstursmótaröðinni World Endurance Championship (WEC). Mark Webber, sem er 36 ára gamall, hefur áður tekið þátt tvisvar sinnum í Le Mans keppninni, en árið 1998 varð hann annar í FIA GT mótaröðinni á Porsche bíl. Frá 2002 og þar til nú hefur hann 36 sinnum komist á pall í Formúlu 1 kappakstrinum, unnið 9 sinnum og verið fremstur á ráspól 11 sinnum. En nú er hann semsagt hættur í Formúlu 1 og ætlar að snúa sér að þolakstri.
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent