Lífið

Skírðu tvíburana um helgina

Ellý Ármanns skrifar

Guðrún Tinna Ólafsdóttir dóttir Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands og eiginmaður hennar Karl Pétur Jónsson, skírðu eins árs gamla tvíburana sína um helgina. 



Börnin heita Grímur Fannar og Fanney Petra en þau voru nefnd í höfuð á langöfum sínum á heimili þeirra á sunnudaginn með allra nánustu fjölskyldu.

Katrín Anna, systir tvíburanna, tók lagið Stingum af við mikinn fögnuð viðstaddra.

Það sérstaka átti sér stað þegar tvíburarnir fæddust að þeir komu í heiminn sitthvoru megin við miðnætti og eiga því ekki sama afmælisdaginn. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.