Ræstu bílinn með símanum Finnur Thorlacius skrifar 11. júní 2013 16:00 Eigendur GM bíla geta brátt ræst bíla sín með símum sínum General Motors mun bjóða kaupendum af 2014 árgerðum bíla sinna þann kost að geta ræst bíl sinn með eigin síma með þráðlausu OnStar appi. Nú þegar geta eigendur GM bíla opnað og lokað bílum sínum með OnStar búnaði sem kallast RemoteLink. Þessi nýi ræsingarbúnaður verður kaupendum GM bíla að kostnaðarlausu í 5 ár jafnvel þó að kaupendur bíla þeirra séu ekki áskrifendur af OnStar, en hún kostar frá 2.500 til 3.500 krónum á mánuði. Með þessu ætlar GM að selja fleiri bíla en bera kostnaðinn sjálft af búnaðinum. Telur GM að þessi búnaður þyki kaupendum mikils virði og muni freista margra. Hafa þeir heilmikla könnun sér að baki við þá fullyrðingu. GM er með 6 milljón áskrifendur af OnStar búnaði í bílum sínum og helmingur allra kaupenda af GM bílum gerist áskrifendur eftir að 6 mánaða fríu kynningartímabili lýkur hjá kaupendum nýrra bíla GM. General Motors veðjar mjög á hátæknibúnað í bílum sínum því frá og með árinu 2015 verður 4G nettenging í flestum bílgerðum þeirra, hraðasta nettenging sem nú er fáanleg. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent
General Motors mun bjóða kaupendum af 2014 árgerðum bíla sinna þann kost að geta ræst bíl sinn með eigin síma með þráðlausu OnStar appi. Nú þegar geta eigendur GM bíla opnað og lokað bílum sínum með OnStar búnaði sem kallast RemoteLink. Þessi nýi ræsingarbúnaður verður kaupendum GM bíla að kostnaðarlausu í 5 ár jafnvel þó að kaupendur bíla þeirra séu ekki áskrifendur af OnStar, en hún kostar frá 2.500 til 3.500 krónum á mánuði. Með þessu ætlar GM að selja fleiri bíla en bera kostnaðinn sjálft af búnaðinum. Telur GM að þessi búnaður þyki kaupendum mikils virði og muni freista margra. Hafa þeir heilmikla könnun sér að baki við þá fullyrðingu. GM er með 6 milljón áskrifendur af OnStar búnaði í bílum sínum og helmingur allra kaupenda af GM bílum gerist áskrifendur eftir að 6 mánaða fríu kynningartímabili lýkur hjá kaupendum nýrra bíla GM. General Motors veðjar mjög á hátæknibúnað í bílum sínum því frá og með árinu 2015 verður 4G nettenging í flestum bílgerðum þeirra, hraðasta nettenging sem nú er fáanleg.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent