Mickelson og Horschel deila forystusætinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. júní 2013 10:33 Phil Mickelson Nordicphotos/Getty Bandaríkjamennirnir Phil Mickelson og Billy Horschel hafa eins höggs forystu á næstu menn að loknum öðrum degi á bandaríska meistaramótinu í golfi. Ekki tókst að ljúka leik á öðrum hringnum í gær sem má rekja til frestunar á fyrsta degi mótsins. Nokkrir kylfingar þurftu að hætta leik vegna myrkurs og fara fyrr af stað fyrir vikið í dag. Mickelson, sem setti niður langt pútt á 18. holu, spilaði hring gærdagsins á 72 höggum eða tveimur yfir pari. Horschel var hins vegar í banastuði, fór hringinn á þremur undir pari, og landarnir því báðir á einu höggi undir pari. Englendingurinn Luke Donald situr í þriðja sæti ásamt tveimur löndum sínum þeim Ian Poulter og Justin Rose. Allir eru á parinu líkt og Bandaríkjamaðurinn Steve Stricker og áhugakylfingurinn Pan Cheng-Tsung frá Taívan. Tiger Woods og Rory McIlroy eru báðir á þremur höggum yfir pari og enn með í baráttunni. Flest bendir til þess að þeir kylfingar sem spili á átta höggum yfir pari eða betur komist í gegnum niðurskurðinn.Stöðuna í mótinu má sjá hér. Golf Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Bandaríkjamennirnir Phil Mickelson og Billy Horschel hafa eins höggs forystu á næstu menn að loknum öðrum degi á bandaríska meistaramótinu í golfi. Ekki tókst að ljúka leik á öðrum hringnum í gær sem má rekja til frestunar á fyrsta degi mótsins. Nokkrir kylfingar þurftu að hætta leik vegna myrkurs og fara fyrr af stað fyrir vikið í dag. Mickelson, sem setti niður langt pútt á 18. holu, spilaði hring gærdagsins á 72 höggum eða tveimur yfir pari. Horschel var hins vegar í banastuði, fór hringinn á þremur undir pari, og landarnir því báðir á einu höggi undir pari. Englendingurinn Luke Donald situr í þriðja sæti ásamt tveimur löndum sínum þeim Ian Poulter og Justin Rose. Allir eru á parinu líkt og Bandaríkjamaðurinn Steve Stricker og áhugakylfingurinn Pan Cheng-Tsung frá Taívan. Tiger Woods og Rory McIlroy eru báðir á þremur höggum yfir pari og enn með í baráttunni. Flest bendir til þess að þeir kylfingar sem spili á átta höggum yfir pari eða betur komist í gegnum niðurskurðinn.Stöðuna í mótinu má sjá hér.
Golf Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira