Vala Grand með nýja snyrtivörulínu Ellý Ármanns skrifar 19. júní 2013 11:30 Við ræddum við Völu Grand og spurðum hana út í nýju snyrtivörulínuna hennar sem ber yfirskriftina Grand Look sem verður til sölu innan tíðar á internetinu og snyrtivörustofum. „Grand look er hágæða snyrtivörulína. Vöruframboðið er mjög fjölbreytt en það samanstendur af fjölda húð- og snyrtivara sem allar eru unnar úr náttúrulegum efnum," segir Vala og heldur áfram:Andlitspúðrið er í fallegum umbúðum.Allar vörurnar ofnæmisprófaðar „Meðal þeirra efna sem notuð eru í vörurnar má nefna avocado olíu, aloe vera, möndluolíu, grænt te og jojoba olíu. Innihaldsefnin eru þó mun fleiri og misjöfn eftir vörutegundum. Þau eiga það þó öll sameiginlegt að búa yfir jákvæðum eiginleikum sem staðfestir hafa verið með ótal rannsóknum. Að auki eru allar vörurnar ofnæmisprófaðar, lyktarlausar, lausar við skaðleg efni og þekkta ofnæmisvaka," segir Vala. „Samsetning vörunnar miðar einnig að því að koma í veg fyrir að svitaholur stíflist sem gerir það að verkum að myndun fílapensla og annara húðvandamála eru ólíkleg."Maskarinn nefnist Intense lash.Umhleypingasamt veðurfar hefur áhrif á umhirðu húðarinnar „Á Íslandi er stór markaður fyrir snyrti- og húðvörur. Umhleypingasamt veðurfar gerir það að verkum að húð íslendinga þarf oftar en ekki meiri umhirðu sökum ytri aðstæðna. Þessar vörur bjóða upp á mikinn fjölbreytileika og svara kalli samfélagsins eftir náttúrulegum gæðavörum sem veita þá vörn og umhirðu sem húð íslendinga vantar."Andlitsmaskinn Grand Look.Eins og flestir vita er ég transkonaEn af hverju Grand Look Vala? „Áhugi, metnaður og eldmóður. Ástæðan fyrir því að ég ákvað að feta þessa braut og byrja með mína eigin snyrtivörulínu er margþætt. Eins og flestir vita er ég transkona og hef þar af leiðandi þurft að mæta margvíslegu mótlæti í lífinu. Á sama tíma og ég var að berjast við að öðlast viðurkenningu samfélagsins þurfti ég líka að læra uppá eigin spýtur hvernig á að líta út eins og kona, hugsa um húðina út frá hormónabúskap kvenna, læra að mála mig og í raun að skilgreina hver ég vildi vera út á við sem manneskja og sem kona. Þetta fékk mig til þess að sækja mér menntun á sviði förðunar og hárgreiðslu og kveikti gífurlegan áhuga á öllu því sem tengist umhirðu húðar, förðun og hárgreiðslu.Fædd í röngum líkama„Ég hef komið langan veg frá því að ég áttaði mig á því að ég væri fædd í röngum líkama, ég hef fært margar fórnir í gegnum þetta ferli. Hef þurft að endurskilgreina mig og mitt gildismat í lífinu og stigið upp sem sterkari kona fyrir vikið sem býr jafnframt yfir miklu innsæi þegar kemur að málefnum sem snerta útlit kvenna."Vala liggur á teppi ómótstæðileg í auglýsingunni.Lætur gott af sér leiða„Ástæðan fyrir því að ég vil láta fasta prósentu af öllum ágóða renna til Barnaspítala Hringsins og góðgerðamála sem vinna fyrir börn og fjölskyldur er meðal annars sú að í gegnum þetta ferli fórnaði ég eiginleikanum til þess að geta átt mín eigin börn og sem transkona er mjög tvísýnt með ættleiðingar eins og lagaumhverfið á Íslandi er í dag." „Með þessum styrk til góðgerðamála get ég þó sýnt einhverjum börnum kærleik og veitt þeim aðstoð," segir Vala.Augnskugginn er smart.Lífrænar vörur úr jurtaríkinuEftir að hafa skoðað innihaldið í vörunni þá langar mig að spyrja þig hvað þýðirBotanical? „Orðið botanical á sér ekkert beint samheiti í íslensku. Orðið á við lífrænar vörur en þó eingöngu þær sem koma úr jurtaríkinu. Aðal innihaldsefni húðvörulínunnar frá Grand Look eru öll unnin úr jurtaríkinu og falla því undir þennan flokk."Hvar fást Grand look vörurnar? „Vörurnar verða seldar í gegnum netverslun á heimasíðu sem eingöngu er tileinkuð vörunum. Upplýsingar um þær ásamt leiðbeiningum um förðun og umhirðu húðarinnar er hægt að nálgast þar. Þær verða seldar líka á snyrtistofum," segir hún. Eitt að lokum. Af hverju þessi mynd í auglýsingunni þar sem þú liggur á teppi kviknakin? „Hún er einföld og klassísk og mitt eigið Grand lúkk. Hvernig verður þitt lúkk?" Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Sjá meira
Við ræddum við Völu Grand og spurðum hana út í nýju snyrtivörulínuna hennar sem ber yfirskriftina Grand Look sem verður til sölu innan tíðar á internetinu og snyrtivörustofum. „Grand look er hágæða snyrtivörulína. Vöruframboðið er mjög fjölbreytt en það samanstendur af fjölda húð- og snyrtivara sem allar eru unnar úr náttúrulegum efnum," segir Vala og heldur áfram:Andlitspúðrið er í fallegum umbúðum.Allar vörurnar ofnæmisprófaðar „Meðal þeirra efna sem notuð eru í vörurnar má nefna avocado olíu, aloe vera, möndluolíu, grænt te og jojoba olíu. Innihaldsefnin eru þó mun fleiri og misjöfn eftir vörutegundum. Þau eiga það þó öll sameiginlegt að búa yfir jákvæðum eiginleikum sem staðfestir hafa verið með ótal rannsóknum. Að auki eru allar vörurnar ofnæmisprófaðar, lyktarlausar, lausar við skaðleg efni og þekkta ofnæmisvaka," segir Vala. „Samsetning vörunnar miðar einnig að því að koma í veg fyrir að svitaholur stíflist sem gerir það að verkum að myndun fílapensla og annara húðvandamála eru ólíkleg."Maskarinn nefnist Intense lash.Umhleypingasamt veðurfar hefur áhrif á umhirðu húðarinnar „Á Íslandi er stór markaður fyrir snyrti- og húðvörur. Umhleypingasamt veðurfar gerir það að verkum að húð íslendinga þarf oftar en ekki meiri umhirðu sökum ytri aðstæðna. Þessar vörur bjóða upp á mikinn fjölbreytileika og svara kalli samfélagsins eftir náttúrulegum gæðavörum sem veita þá vörn og umhirðu sem húð íslendinga vantar."Andlitsmaskinn Grand Look.Eins og flestir vita er ég transkonaEn af hverju Grand Look Vala? „Áhugi, metnaður og eldmóður. Ástæðan fyrir því að ég ákvað að feta þessa braut og byrja með mína eigin snyrtivörulínu er margþætt. Eins og flestir vita er ég transkona og hef þar af leiðandi þurft að mæta margvíslegu mótlæti í lífinu. Á sama tíma og ég var að berjast við að öðlast viðurkenningu samfélagsins þurfti ég líka að læra uppá eigin spýtur hvernig á að líta út eins og kona, hugsa um húðina út frá hormónabúskap kvenna, læra að mála mig og í raun að skilgreina hver ég vildi vera út á við sem manneskja og sem kona. Þetta fékk mig til þess að sækja mér menntun á sviði förðunar og hárgreiðslu og kveikti gífurlegan áhuga á öllu því sem tengist umhirðu húðar, förðun og hárgreiðslu.Fædd í röngum líkama„Ég hef komið langan veg frá því að ég áttaði mig á því að ég væri fædd í röngum líkama, ég hef fært margar fórnir í gegnum þetta ferli. Hef þurft að endurskilgreina mig og mitt gildismat í lífinu og stigið upp sem sterkari kona fyrir vikið sem býr jafnframt yfir miklu innsæi þegar kemur að málefnum sem snerta útlit kvenna."Vala liggur á teppi ómótstæðileg í auglýsingunni.Lætur gott af sér leiða„Ástæðan fyrir því að ég vil láta fasta prósentu af öllum ágóða renna til Barnaspítala Hringsins og góðgerðamála sem vinna fyrir börn og fjölskyldur er meðal annars sú að í gegnum þetta ferli fórnaði ég eiginleikanum til þess að geta átt mín eigin börn og sem transkona er mjög tvísýnt með ættleiðingar eins og lagaumhverfið á Íslandi er í dag." „Með þessum styrk til góðgerðamála get ég þó sýnt einhverjum börnum kærleik og veitt þeim aðstoð," segir Vala.Augnskugginn er smart.Lífrænar vörur úr jurtaríkinuEftir að hafa skoðað innihaldið í vörunni þá langar mig að spyrja þig hvað þýðirBotanical? „Orðið botanical á sér ekkert beint samheiti í íslensku. Orðið á við lífrænar vörur en þó eingöngu þær sem koma úr jurtaríkinu. Aðal innihaldsefni húðvörulínunnar frá Grand Look eru öll unnin úr jurtaríkinu og falla því undir þennan flokk."Hvar fást Grand look vörurnar? „Vörurnar verða seldar í gegnum netverslun á heimasíðu sem eingöngu er tileinkuð vörunum. Upplýsingar um þær ásamt leiðbeiningum um förðun og umhirðu húðarinnar er hægt að nálgast þar. Þær verða seldar líka á snyrtistofum," segir hún. Eitt að lokum. Af hverju þessi mynd í auglýsingunni þar sem þú liggur á teppi kviknakin? „Hún er einföld og klassísk og mitt eigið Grand lúkk. Hvernig verður þitt lúkk?"
Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Sjá meira