Lífið

Lífsstílsleyndarmál Britney Spears

Söngkonan Britney Spears hefur glímt við aukakílóin síðustu ár en nú virðist hún hafa fundið hinn gullna meðalveg. Getur hún meðal annars þakkað einkaþjálfaranum Tony Martinez fyrir lífsstílsbreytinguna.

Tony þessi hefur unnið með stjörnum á borð við Janet Jackson, Pink og Jonas-bræðrunum og segist æfa með Britney þrisvar til fjórum sinnum í viku. Hann vill að æfingarnar séu skemmtilegar umfram allt.

Britney er sjarmerandi stjarna.

“Mér finnst gott að blanda íþróttum eins og hafnabolta og körfubolta inn í æfingarnar. Mér finnst gaman að hafa stuð og vill að kúnnarnir mínir skemmti sér,” segir Tony.

Þjálfarinn skemmtilegi.

Hann segir að Britney borði fimm litlar máltíðir á dag og að uppáhaldsmáltíðin hennar sé kjúklingasalat með balsamic-sósu.

Bomba í bikiníi.

Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.