Athafnakonan Rakel Garðarsdóttir, 36 ára, framkvæmdastjóri Vesturports, og leikarinn Björn Hlynur Haraldsson, gengu í heilagt hjónaband síðustu helgi að viðstöddum vinum og vandamönnum. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var brúðurin vægast sagt stórglæsileg, klædd í stuttan silkikjól með hárið uppsett.
„Dásamlegur tími á Suðureyri.... Takk ALLIR fyrir allt.... Fullkomið fólk sem við þekkjum xx," skrifaði Rakel á Facebooksíðuna sína í gær.


