Afmælisútgáfa Porsche 911 Finnur Thorlacius skrifar 5. júní 2013 13:15 Svona mun afmælisútgáfan líta út Fimmtíu ár eru liðin frá útkomu fyrsta Porsche 911 bílsins. Í tilefni þess ætlar Porsche að smíða 1963 eintök af sérstakri afmælisútgáfu af bílnum. Hann verður í sjálfu sér ekkert sérlega breyttur frá nýjustu kynslóð bílsins, en fær þó viðbótar 30 hestöfl frá Carrera S bílnum og verður því með 430 slík. Bíllinn fær yfirbyggingu fjórhjóladrifna 911, sem er breiðari, þrátt fyrir að verða afturhjóladrifinn. Með PDK sjálfskiptingu verður hann 3,8 sekúndur uppí hundraðið. Bíllinn verður boðinn í tveimur nýjum litum, báðum gráum. Felgurnar verða 20 tommu og hafa skírskotun til þeirra sem voru undir fyrsta 911 bílnum frá 1963. Mælarnir hafa einnig skírskotun til gamla bílsins og fá grænan lit og sætin vitna í Pepita sæti Porsche bíla frá sjöunda áratugnum. Aðeins verða framleidd 1.963 eintök af þessari afmælisútgáfu sem kynntur verður á bílasýningunni í Frankfurt seinna í ár og mun hann kosta 124.000 dollara. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent
Fimmtíu ár eru liðin frá útkomu fyrsta Porsche 911 bílsins. Í tilefni þess ætlar Porsche að smíða 1963 eintök af sérstakri afmælisútgáfu af bílnum. Hann verður í sjálfu sér ekkert sérlega breyttur frá nýjustu kynslóð bílsins, en fær þó viðbótar 30 hestöfl frá Carrera S bílnum og verður því með 430 slík. Bíllinn fær yfirbyggingu fjórhjóladrifna 911, sem er breiðari, þrátt fyrir að verða afturhjóladrifinn. Með PDK sjálfskiptingu verður hann 3,8 sekúndur uppí hundraðið. Bíllinn verður boðinn í tveimur nýjum litum, báðum gráum. Felgurnar verða 20 tommu og hafa skírskotun til þeirra sem voru undir fyrsta 911 bílnum frá 1963. Mælarnir hafa einnig skírskotun til gamla bílsins og fá grænan lit og sætin vitna í Pepita sæti Porsche bíla frá sjöunda áratugnum. Aðeins verða framleidd 1.963 eintök af þessari afmælisútgáfu sem kynntur verður á bílasýningunni í Frankfurt seinna í ár og mun hann kosta 124.000 dollara.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent