Við fengum leyfi hjá starfsfólki Bylgjunnar til að birta brota brot af myndunum sem teknar voru af Hermanni Gunnarssyni sem lést aðeins 66 ára í gær og viðmælendum, samstarfsfélögum og vinum hans.
Þá þakkar Bylgjan Hemma Gunn samfylgdina, tryggðina og gleðina með eftirfarandi kveðju: „Hemmi átti samleið með hlustendum Bylgjunnar í ótal þáttum, viðtölum og uppákomum allt frá stofnun hennar árið 1986 og þar til hann lét af störfum í vor. Samstarfsfólk Hemma á Bylgjunni og hjá 365 hugsa nú til hans með sárum söknuði en jafnframt með gleði og þakklæti fyrir samveruna og samstarfið."




Smelltu á efstu mynd í frétt til að skoða allar 100 myndirnar af Hemma og gestum hans og samstarfsélögum á Bylgjunni.