Lífið

Svona býr kynþokkafyllsti maður heims

Leikaraparið Channing Tatum og Jenna Dewan-Tatum eignuðust sitt fyrsta barn fyrir stuttu, dótturina Everly. Sem betur fer er nóg pláss í húsi þeirra í Hollywood-hæðum.

Channing keypti húsið árið 2008 fyrir 2,595 milljónir dollara, rúmlega þrjú hundruð milljónir króna. Árið eftir gengu þau Jenna í það heilaga.

Aðeins nokkrir dagar eru síðan fjölgaði í fjölskyldunni.

Húsið er glæsilegt í alla staði og að sjálfsögðu er sundlaug í garðinum. Leikstjórinn Ron Shelton átti það áður en Channing keypti það og er nágranni hans enginn annar en John Taylor úr hljómsveitinni Duran Duran.

Dúllur.

Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.