Lífið

Ragnhildur Steinunn kaupir einbýlishús

Ellý Ármanns skrifar
Fjölmiðlakonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og unnusti hennar Haukur Ingi Guðnason hafa fjárfest í einbýlishúsi í Vesturbænum.
Fjölmiðlakonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og unnusti hennar Haukur Ingi Guðnason hafa fjárfest í einbýlishúsi í Vesturbænum.

„Litla Hauksfjölskyldan keypti sér einbýlishús í Vesturbænum í gær!! Mikil gleði og spenna hér á bæ :):):):)," skrifar Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir fjölmiðlakona á Facebooksíðuna sína.

Hreiðurgerðin er hafin

Ragnhildur sem á von á sínu öðru barni í ágúst er heldur betur byrjað á hreiðurgerðinni en hún fjárfesti ásamt eiginmanni sínum til 17 ára í einbýlishúsi í Vesturbænum á dögunum. Þau hjónin eru á fullu að koma nýja húsinu í stand og sáust meðal annars versla blöndunartæki í Ísleifi Jónssyni í gær.

Á fullu í vinnunni

Nú vinnur Ragnhildur Steinunn að þriðju seríu Ísþjóðarinnar þar sem hún ræðir meðal annars við knattspyrnumanninn Gylfa Sigurðsson, tónlistarmanninn Ásgeir Trausta og yngstu þingkonu landsins Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur. Þættirnir verða sýndir í haust og því nóg framundan hjá þessari ungu og brátt tveggja barna móður. 



Hér taka Ragnhildur Steinunn og Hrafnhildur við Eddunni - video.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.