Lífið

Brúðkaupssetrið til sölu

Þúsundþjalasmiðurinn Drew Barrymore er búin að láta setrið sitt í Montecito á sölu en hún gekk að eiga eiginmann sinn, Will Kopelman, í húsinu í fyrra.

Drew vill fá 7,5 milljónir dollara fyrir slotið, tæpan milljarð króna. Húsið var byggt árið 1937 og er búið sex svefnherbergjum og sjö baðherbergjum.

Drew keypti húsið í júní árið 2010, áður en hún hitti Will. Þau byrjuðu að deita í febrúar árið 2011 og gengu upp að altarinu í júní í fyrra. Stuttu seinna, í september sama ár, eignuðust þau sitt fyrsta barn, dótturina Olive.

Selja eitt hús - eiga tvö í viðbót.

Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.