Lífið

Megrunarkúr fræga fólksins

Ellý Ármanns skrifar
Mynd/Ari Magg

„Heitasti kúrinn í dag gengur út á það að borða undir 800, karlar og 600 konur), hitaeiningum tvo daga í viku. Þannig heldur flotta og fræga fólkið sér við í dag," svarar Arnar Grant einkaþjálfari spurður um heitasta megrunarkúrinn hér á landi en Íslendingar eru þekktir fyrir að stökkva á skyndilausnir og vinsæla kúra hverju sinni.

Arnar Grant er framleiðandi Hámarks og fjölvítamíns ásamt Ívari félaga sínum.

Telja hitaeiningarnar

„Til dæmis sð borða á mánudögum og miðvikudögum minna en 800/600 hitaeiningar yfir daginn. Hina dagana er svo borðað eðlilega og nákvæmlega það sem fólki langar í. Eftir vikuna er heildar hitaeiningafjöldinn aðeins minni en fólk þarf á að halda sem leiðir til grenningar. Ef fólk vill grennast hraðar bætir það föstudeginum inn í."

Auðveld aðferð

„Þessa aðferð er auðvelt að venja sig á og allir geta notað þennan kúr. Ekkert vesen eða auka matreiðsla. Bara borða minna í raun og veru," útskýrir Arnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.