Lífið

Lét drauminn rætast og flutti út með fjölskylduna

Ellý Ármanns skrifar

„Ég stofnaði YourBenefit fyrir tveimur árum síðan og var með vinnustofu ásamt tveimur systrum mínum. Önnur er listmálari og hin grafískur hönnuður og útstillingahönnuður," segir Kolbrún Birna Halldórsdóttir, 40 ára, en hún er búsett í Mílanó ásamt fjölskydu sinni þar sem hún leggur stund á fatahönnun í skólanum Istituto di Moda Burgo.

Kolbrún saumar fatnaðinn sjálf en er líka með saumakonur í vinnu.

Fékk flugu í hausinn

„Ég fékk þá flugu í hausinn fyrir ári síðan að drífa fjölskylduna til Mílanó svo að ég gæti farið í fatahönnun. Allir samþykktu það og maðurinn minn, Hafsteinn Ágúst, notaði tækifærið og tók sér árs leyfi frá vinnu og langt kominn með MPA gráðu í opinberri stjórnsýslu. Börnin þrjú eru í fjarnámi frá sínum skóla á Íslandi og maðurinn minn kennir þeim," útskýrir Kolbrún.

Selur fatnað sem hún hannar og saumar

„Í október mun ég koma aftur til Íslands með diplómagráðu í fatahönnun. Núna á meðan á náminu stendur er ég að selja fatnað bæði til Íslands og hérna úti og þá aðallega í gegnum Facebook síðuna mína. Ég stefni á að koma vörunni í verslanir bæði heima og hér í Ítalíu," segir Kolbrún. 

„Ég legg áherslu á kvenleg snið," segir Kolbrún.
Blússa og pils. Kvenleikinn allsráðandi.
Kolbrún í faðmi fjölskyldunnar.

Síðan hennar Kolbrúnar á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.