Lífið

Reynir að losna við þriggja milljarða húsið

Leikarinn Martin Lawrence er búinn að setja setur sitt í Beverly Hills á sölu. Vill hann litlar 26,5 milljónir dollara fyrir, rúma þrjá milljarða króna.

Martin leigði það út fyrir tvö hundruð þúsund dollara á mánuði, tæplega 25 milljónir króna, áður en hann setti það á sölu fyrir nokkrum mánuðum.

Lék á móti Will Smith í Bad Boys.

Húsið er búið sjö svefnherbergjum og tíu baðherbergjum og í því er að sjálfsögðu kvikmyndasalur búinn nýjustu tækni. Þá fylgir þessu glæsihúsi líka sundlaug, spa, tennisvöllur og líkamsræktarsalur.

Hlær vonandi alla leið í bankann.

Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.