Lífið

Eurovision-veislan hefst á morgun

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Stóra sviðið í Malmö.
Stóra sviðið í Malmö. Mynd/AFP




Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva verður sett í 58. skipti í Malmö annað kvöld. Undankeppnirnar verða tvær líkt og síðastliðin ár og fara fram á morgun og á fimmtudaginn. Aðalkeppnin sjálf fer svo fram á laugardagskvöldið.

Löndin eru dregin í riðla af handahófi en þetta árið ákváðu forsjármenn keppninnar að skipa Danmörku og Noregi niður á sitt hvorn daginn. Var þetta gert til að stuðla að sanngjarnari skiptingu að því er kemur fram á vefsíðu Eurovision. Ísrael var einnig sett í síðari riðilinn en það er sá riðill sem Ísland var dregið í og mun Eyþór Ingi stíga á stokk á fimmtudag.

Þrjátíu og níu lönd taka þátt þetta árið en tuttugu komast áfram. Þau lönd sem fara beint í aðalkeppnina eru Þýskaland, Spánn, Frakkland, Bretland, Ítalía og það land sem heldur keppnina hverju sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.