Lífið

Besti fyrrverandi í heimi

Ærslabelgurinn Charlie Sheen kom fyrrverandi eiginkonu sinni, Denise Richards, rækilega á óvart á mæðradaginn.

Denise var að leika í kvikmyndinni Twisted í New York og var frá börnum sínum á mæðradaginn en Charlie tryggði það að hún þyrfti ekki að ferðast aftur heim til Los Angeles á almennu farrými.

Charlie og Denise voru einu sinni ástfangin.
“Besti fyrrverandi í heimi Charlie Sheen. Mæðradagsgjöfin mín var að fljúga mér heim í flugvélinni hans svo ég gæti farið með börnin í skólann,” skrifaði Denise á Twitter.

Denise er á lausu.
Börnin eru dætur þeirra, Sam, níu ára og Lola, sjö ára og einnig Eloise, 22ja mánaða og Bob og Max, tveggja ára tvíburar sem Charlie á með þriðju eiginkonu sinni, Brooke Mueller. Tvíburarnir hafa verið í umsjá Denise síðan Brooke tékkaði sig inn í meðferð í tuttugasta skiptið í byrjun þessa mánaðar.

Með dætur sínar.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.