Lífið

Kröfur Beyonce – ný klósettseta og rauður klósettpappír

Söngkonan Beyonce er nú á tónleikaferðalagi um heiminn og er með ansi strangar kröfur þegar kemur að búningsherbergi sínu.

Meðal þess sem Beyonce verður að fá áður en hún getur stigið fæti baksviðs er ný klósettseta, eingöngu fyrir hana, og rauður klósettpappír. Þá verður vatnið sem hún drekkur að vera nákvæmlega 21 gráðu heitt.

Poppdrottning.
Beyonce fer fram á að búningsherbergi hennar sé nýmálað skjannahvítt og að allir starfsmenn séu í fötum úr hundrað prósent bómul.

Eru ekki allir í stuði?!
Það kemur því á óvart að hún sé ekki með strangari matarkröfur en drottningin lætur sér nægja að narta í möndlur og hafrakökur á milli mála.

Heit fyrir H&M.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.