Gott uppgjör hjá Actavis, eign Björgólfs eykst um 1,2 milljarða 3. maí 2013 10:04 Samheitalyfjafyrirtækið Actavis skilaði mun betra uppgjöri á fyrsta ársfjórðungi en sérfræðingar höfðu spáð. Eftir birtingu uppgjörsins hækkuðu hlutir í Actavis um rúm 2% en það þýðir að hlutafjáreign Björgólfs Thors Björgólfssonar jókst um 1,2 milljarða króna á markaðinum í New York í gærdag. Í frétt um málið á Reuters segir að Actavis hafi skilað tæplega 103 milljóna dollara tapi á ársfjórðungnum. Tapið er tilkomið vegna sameiningar Actavis og Watson í vetur og kaupa á lyfjafyrirtækinu Uteron Pharma. Sérfræðingar áttu von á töluvert meira tapi vegna þessa. Tekjur Actavis jukust um 24% miðað við sama tímabil í fyrra og námu 1,9 milljörðum dollara sem var nærri því á pari við væntingar sérfræðinga. Reuter hefur eftir Chris Schott greinanda hjá JP Morgan að Actavis sé í einni bestu stöðunni í heiminum hvað samheitalyfjafyrirtæki varðar, hvort sem litið sé til skemmri eða lengri tíma. Hvað fyrrgreindan ágóða Björgólfs Thors varðar hér að framan kom fram í fréttum í gær að hann ætti um 60 milljarða virði af hlutafé í Actavis. Þar með bætti sú eign við sig um 1,2 milljörðum kr. miðað við hækkunina í New York í gærdag. Mest lesið Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Samheitalyfjafyrirtækið Actavis skilaði mun betra uppgjöri á fyrsta ársfjórðungi en sérfræðingar höfðu spáð. Eftir birtingu uppgjörsins hækkuðu hlutir í Actavis um rúm 2% en það þýðir að hlutafjáreign Björgólfs Thors Björgólfssonar jókst um 1,2 milljarða króna á markaðinum í New York í gærdag. Í frétt um málið á Reuters segir að Actavis hafi skilað tæplega 103 milljóna dollara tapi á ársfjórðungnum. Tapið er tilkomið vegna sameiningar Actavis og Watson í vetur og kaupa á lyfjafyrirtækinu Uteron Pharma. Sérfræðingar áttu von á töluvert meira tapi vegna þessa. Tekjur Actavis jukust um 24% miðað við sama tímabil í fyrra og námu 1,9 milljörðum dollara sem var nærri því á pari við væntingar sérfræðinga. Reuter hefur eftir Chris Schott greinanda hjá JP Morgan að Actavis sé í einni bestu stöðunni í heiminum hvað samheitalyfjafyrirtæki varðar, hvort sem litið sé til skemmri eða lengri tíma. Hvað fyrrgreindan ágóða Björgólfs Thors varðar hér að framan kom fram í fréttum í gær að hann ætti um 60 milljarða virði af hlutafé í Actavis. Þar með bætti sú eign við sig um 1,2 milljörðum kr. miðað við hækkunina í New York í gærdag.
Mest lesið Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira