Besta gjöfin á mæðradaginn Finnur Thorlacius skrifar 4. maí 2013 08:45 Gleður móður sína með hring á kappakstursbraut á Corvettu. Mæðradagurinn nálgast og mæður heimsins geta hlakkað til 12. maí, þ.e. annan sunnudag. Þá munu vonandi sem flestir synir gleðja mæður sínar með fallegum gjöfum. Því er upplagt að stinga upp einhverjum hugmyndum um góðar og eftirminnilegar gjafir. Ein þeirra er að bjóða mömmu sinni í ökutúr á sportbílnum sínum á kappakstursbraut, en það gerði einmitt þessi hugmyndaríki maður sem hér sést í myndskeiðinu ásamt móður sinni. Eitthvað virðist hún þó eiga í erfiðleikum með að njóta gjafarinnar, ef marka má myndina. Bíll sonarins er af gerðinni C6 Corvette Z06 og brautin er Sonoma Raceway og að hans sögn fór hann brautina aðeins á 60% getu. Rétt er að geta þess að fjörið byrjar ekki fyrir alvöru fyrr en eftir 1 mínútu og 40 sekúndur. Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent
Gleður móður sína með hring á kappakstursbraut á Corvettu. Mæðradagurinn nálgast og mæður heimsins geta hlakkað til 12. maí, þ.e. annan sunnudag. Þá munu vonandi sem flestir synir gleðja mæður sínar með fallegum gjöfum. Því er upplagt að stinga upp einhverjum hugmyndum um góðar og eftirminnilegar gjafir. Ein þeirra er að bjóða mömmu sinni í ökutúr á sportbílnum sínum á kappakstursbraut, en það gerði einmitt þessi hugmyndaríki maður sem hér sést í myndskeiðinu ásamt móður sinni. Eitthvað virðist hún þó eiga í erfiðleikum með að njóta gjafarinnar, ef marka má myndina. Bíll sonarins er af gerðinni C6 Corvette Z06 og brautin er Sonoma Raceway og að hans sögn fór hann brautina aðeins á 60% getu. Rétt er að geta þess að fjörið byrjar ekki fyrir alvöru fyrr en eftir 1 mínútu og 40 sekúndur.
Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent