Lífið

Ég er alltaf með samviskubit

Tískufrömuðurinn Victoria Beckham opnaði sig á viðburði á vegum breska Vogue um helgina og segist alltaf vera með samviskubit þegar hún þarf að finna jafnvægi á milli fjölskyldulífsins og vinnunnar.

“Ég held að maður sé alltaf á milli tveggja heima. En ég er með frábært fólk í kringum mig sem sér um dagskrána mína og allt snýst um börnin. Ef að það er einhver viðburður hjá börnunum mínum þá er allt skipulagt þannig að ég komist á hann,” sagði Victoria meðal annars.

Alltaf smart.
Victoria og eiginmaður hennar, knattspyrnumaðurinn David Beckham, eiga fjögur börn – Brooklyn, fjórtán ára, Romeo, tíu ára, Cruz, átta ára og Harper, 21 mánaðar. Victoria hefur byggt upp öflugt tískumerki og er stanslaust á þönum.

Beckham-fjölskyldan. Á myndina vantar Harper.
“Ég er fullkomnunarsinni. Rétt skal vera rétt. Það er örugglega mikill hausverkur að vinna með mér því þetta er mér mjög kært því ég byggði þetta merki upp úr engu,” bætti Victoria við.

Victoria með Harper litlu.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.