Pinewood kvikmyndaverið haslar sér völl vestan hafs 29. apríl 2013 15:03 Breska kvikmyndaverið Pinewood hefur tilkynnt um byggingu fyrsta hljóðvers síns í Bandaríkjunum. Kvikmyndaverið mun bera heitið Pinewood Atlanta en það verður byggt á stórri lóð fyrir sunnan borgina Atlanta í Georgíu. Í frétt um málið á vefsíðu BBC segir að hljóðverið verði byggt í samvinnu við fjárfestingasjóðinn River´s Rock og að bygging þess hefjist strax. Pinewood er þekktasta kvikmyndaver Bretlands og þar eru m.a. allar James Bond myndirnar framleiddar. Það hefur hinsvegar ekki rekið kvikmynda- eða hljóðver í Bandaríkjunum áður. Fram kemur í fréttinni að ráðamenn í Georgíu hafa gert mikið í því að laða kvikmyndagerð frá Hollywood og til ríkisins með ýmsum fjárhagslegum ívilnunum. Frá árinu 2008 hafa framleiðendur kvikmynda og sjónvarpsþátta getað fengið 20% til 30% skattaafslátt í ríkinu ef þeir verja meir en hálfri milljón dollara innan Georgíu. Í boði er 10% afsláttur í viðbót ef þeir koma ríkismerki Georgíu fyrir í þáttum sínum eða kvikmyndum. Þessi stefna hefur borið þann ávöxt að veltan í kvikmyndaiðnaðinum í Georgíu var yfir 3 milljarðar dollara í fyrra. Fyrir fimm árum var þessi velta aðeins 244 milljónir dollara á ári. Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Breska kvikmyndaverið Pinewood hefur tilkynnt um byggingu fyrsta hljóðvers síns í Bandaríkjunum. Kvikmyndaverið mun bera heitið Pinewood Atlanta en það verður byggt á stórri lóð fyrir sunnan borgina Atlanta í Georgíu. Í frétt um málið á vefsíðu BBC segir að hljóðverið verði byggt í samvinnu við fjárfestingasjóðinn River´s Rock og að bygging þess hefjist strax. Pinewood er þekktasta kvikmyndaver Bretlands og þar eru m.a. allar James Bond myndirnar framleiddar. Það hefur hinsvegar ekki rekið kvikmynda- eða hljóðver í Bandaríkjunum áður. Fram kemur í fréttinni að ráðamenn í Georgíu hafa gert mikið í því að laða kvikmyndagerð frá Hollywood og til ríkisins með ýmsum fjárhagslegum ívilnunum. Frá árinu 2008 hafa framleiðendur kvikmynda og sjónvarpsþátta getað fengið 20% til 30% skattaafslátt í ríkinu ef þeir verja meir en hálfri milljón dollara innan Georgíu. Í boði er 10% afsláttur í viðbót ef þeir koma ríkismerki Georgíu fyrir í þáttum sínum eða kvikmyndum. Þessi stefna hefur borið þann ávöxt að veltan í kvikmyndaiðnaðinum í Georgíu var yfir 3 milljarðar dollara í fyrra. Fyrir fimm árum var þessi velta aðeins 244 milljónir dollara á ári.
Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira